Færsluflokkur: Bloggar
11.8.2008 | 18:54
Maður getur valið sér vini en ekki ættingja...
Já fínt já sæll segi ég nú bara.... Að verða kominn mánuður síðan að ég bloggaði... Held ég verði að láta bloggdrottninga borðann falla heheh...
En ég, Sunna og Kamilla og Hafdís skelltum okkur í tjaldlegu á Húsavík 25-27. júlí... Bara gaman Veðrið var alveg geðveikt og stemmarinn í okkur gellzunum gríðarlegur... Læt fylgja nokkrar myndir úr ferðinni....
Skvísurnar á leiðinni á djammið
Hressar og kátar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.7.2008 | 23:42
Mamma þín er morðingi... Ég geng ekki í morðingjaprjóni!
Já ble mar... Allt að gerast í bloggheimi Steru.. En Orrinn minn fór í gær í útilegu með gamla settinu og var líka litl sátti með það hehe... Lét þau að vísu hafa fyrir því að hafa boðið sér með hehe... En já eftir að litli prinsinn minn var farinn um 5 þá fór ég heim að þrífa kofann... (ekki veitti af) og fór svo í Bíó á Mamma mia með Mæju! Djö sem að þetta er geggjuð mynd. Þessi verður sko keypt og sett í safnið. En á leiðinni inneftir þá þruma ég á lítið þrastargrey og hann kastast upp í loftið og hendist svo út í kant og ég geggjað úps hehehe... Og Mæja alveg æi litla skinnið eigum við ekki að jarða hann hehehe... Og sagði svo ertu ekkert leið yfir þessu og ég hugsaði mig um í eitt sekúnduBROT uuu NEi það er nóg til af þessu heheheh DJÓK en já svo eftir bíóið þá tókum við smá rúnt og skunduðum svo heim i fjörðinn fagra og á leiðinni heim þruma ég á annan fugl... heheh Hvað var málið með mig og fugla í gær heheh...
En svo er dagurinn í dag búinn að einkennast af miklum magaverkjum og kvöl. Ég var að steindrepast í vinnunni í morgu. kom svo heim í hádeginu og fékk mér í gogginn og þá versnaði ég þvílíkt. Lét Tomma vita að ég kæmist ekki strax í vinnuna því að eg gæti ekki rétt úr mér og ætlaði að bíða eftir að verkjataflan myndi virka og koma svo. Heyriði ég sofnaði og vaknaði svo og leit á klukkuna,,,, haldiði ekki að helv klukkan hafi ekki verið 16:44 og ég nuddaði augun nokkrum sinnum og hringdi svo í Tomma og spurði hvað kl. væri og hann alveg korter í 5 og ég bara já fínt og sagði honum sólarsöguna og honum fannst þetta geggjað fyndið að taka eina verkjatöflu og rotast í 4 tíma. hehehe... En svo kíktum við Kamilla í ljós á Döllas og svo bauð Stunan mín mér í dinner Geggjaður matur hjá kellunni. Lilja kom og borðaði með okkur og fórum við Una svo á KS-Leiftur vs Þór... Í hálfleik var okkur orðið svo kalt að við ákváðum að fara heim og ná okkur í teppi. En við sátum við hliðina á siglfirðingum og ég kannaðist nú við strákinn sem ég settist við hliðina á en spáði ekkert meira í því fyrr en að hann segir ertu ekki frænka Lilju Minný og ég bara jú ertu ekki Daði eheh og svo fórum við bara að spjalla og svona en já í hálfleik þá vildu þeir líka fá teppi og við Una létum þá fá teppi og þeir voru eins og kellingar þarna undir teppinu heheh! Svo eftir leikinn labbar Daði með okkur og þakkar fyrir lánið á teppinu og ég bara já ekkert mál alltaf gott að geta hjálpað kellingum eins og ykkur eheheh... En staðan fór 0-0 fyrir KS-Leiftur hehehe
En jæja ætla að fara í háttinn. Fer svo á morgun á Húnavelli á ættarmót svo látiði ykkur ekki leiðast...
Esther
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.7.2008 | 01:23
I´m back ;)
Jæja ég hef góðar fréttir að færa hehe...
En ég var að vinna á föstudaginn i skiltos og svo bað Tommi mig að vera eftir mat og ég sagði að það væri ekkert mál en ég færi að vinna á sjoppunni kl. 16 svo að ég gæti bara unnið fram að þeim tíma. Svo fór ég í sjoppu vinnuna og læt bossinn minn heyra það því að hún var búin að henda mér á 2 morgunvaktir og lengja vaktirnar mínar án þess að nefna það við mig, Og ég sagðist vilja 1 kvöldvakt því að ég ætlaði að fá að sofa út og hlaða batteryin... Og ég fékk mínu fram! Svo passiði ykkur að vera ekki að abbast uppp á mig hehe.... En ég var að vinna til 11 á föskvöld og fór þá bara beint heim að sofa... Vaknaði svo við símann 08:08... Nei nei Sandor að hringja og biðja mig að koma upp í vinnu að merkja 1 keppnistreyju sem að átti að nota á laumorgun og ég náttla hentist á fætur og merki treyjuna og fór svo kl. 9 að vinna á sjoppunni og var ný komin í vinnuna þegar að Tommi hringir oog spyr hvort að það sé einhver séns á að ég geti komið og merkt eina enn sem hafði gleymst... Og ég rauk úr annarri vinnunni í hina, eins gott að ég vinni ekki á fleiri stöðum hehe... Var svo að vinna í sjoppunni til 4 en þá fór ég og kíkti á gamla settið í smá stund og var svo mætt upp í skiltos kl. 16:30 til að gera verðlaun fyrir Nikulásarmótið og var þar til hálf 8 en þá fórum ég, Sunna og Kamilla á Höllina að éta... Fengum matinn seint og síðar meir þar sem að pöntunin okkar gleymdist. Það var komið aðeins stuð í mannskapinn og ég og Kamilla búnar að plana að fara á Ak city og kíkka á djammið en Sunnan var að fara á næturvakt svo hún gat ekki komið með...En ég keyrði Kamillu heim og fór svo sjálf heim til að fara í djamm gallann en þegar að ég kom heim þá nennti ég ekki að gera neitt og vildi bara fara að sofa svo að ég gerði það bara og vaknaði svo eld hress í morgun. Ekkert þunn og útsofin. Ég ákvað því að hjóla út í sveit og hjólaði af stað og shit hvað það var erfitt fyrst... Greinilegt að andlega líðan stjórnar þrekinu hehe... En ég harkaði þetta af mér og hjólaði sveithringinn sem að er 18km. Geggjað sátt og við erum að tala um það að það var mígandi rigning og geggjað að hjóla. Og við erum að tala um það að allar áhyggjur og vanlíðan voru skildar eftir á leiðinni niður Auðnabrekkuna hehe... Svo var það bara workið kl. 16 til 22 og shit hvað það var gott að komast heim.. Búið að vera drullu mikið að gera um helgina útaf þessu Nikulásarmóti. Svo að helgin mín er búin að snúast um vinnu Enda fínt að geta unnið eins og mother fucker þegar að Orrinn minn er hjá pabba sínum.
Ensvo plönuðum ég, Kamilla og Sunna "tjaldleigu"á Húsavík 25-27. júlí.... Verður bara gaman hjá okkur... Er farin að hlakka geggjað til
En jæja ætla að fara í háttinn.... Svo góða nótt og takk elskurnar fyrir allt... Þið vitið hvað ég meina þeir sem að eiga þetta
Esther
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
11.7.2008 | 02:10
Púst púst
Sorry en ég verð að fá að pústa aðeins hérna því ég get ekki sofið því ég finn svo til í litla hjartanu mínu! En ég er búin að vera frekar ólík sjálfri mér síðan að prinsinn minn var veikur í nánast allan maí. Ég held að ég sé ekki alveg búin að ná að hlaða batterin eftir þann mánuð. En það sem er að pirra mig mest er að 11. ágúst 2005 er fastur í hausnum á mér og ég get ekki hætt að hugsa um þennan dag! En þennan dag þá hélt ég að ég væri búin að missa barnið mitt. En hann fékk svo stórt flogakast að hann hætti að anda og blánaði og varð alveg máttlaus. Semsagt alveg eins og dáinn. Þetta er minning sem að mar vill losna við en ég get það ekki. Hún er alltaf að banka uppá hjá mér. En það eina sem að ég man þennan dag er að ég næ í Orrann minn út í vagn og hann er í eldhúsinu hjá okkur. En mamma og Þura voru í heimsókn hjá okkur, þegar að mamma heldur á honum og segir æi hann fékk einn lítinn kipp og hallar honum fram og þá er barnið blátt... Ég man að ég hljóp í símann og hringdi í 112 og svo fraus ég, man að Garðar tók símann af mér og þá hljóp ég út en ég veit ekki afhverju. Svo man ég að við vorum úti í hurð að klæða hann úr fötunum og að Nonni lögga var mættur og stóð frosinn á stéttinni... Man svo að Ásgeir læknir og Doddi afleysingarlæknir voru mættir og þá var kominn litur á Orra en enginn grátur eða hljóð... Svo man ég að við vorum í sjúkrabílnum á leiðinni inneftir... Þetta er allt sundurtætt en mamma sagði mér svo mörgum mánuðum seinna að ég hefði aldrei snert hann eða tekið hann heldur hljóp ég út um allt og vissi ekkert hvað ég var að gera!
En ég vona að ég geti farið að blokka þessa minningu! Ég veit það að þetta mun ekki koma aftur fyrir hann þar sem að hann er á lyfjum til að halda flogaköstunum niðri en ég bara panika alltaf ef að hann verður eikkað skrítinn.
Svo verð ég að segja að ég er stundum leið og líður illa og finnst þá gott að vera ein með Orranum mínum. Ég get ekki alltaf gefið af mér og veitt öðrum sálfræðiþjónustu. Stundum þarf ég brake til að hugsa um mitt eigð rassgat. Og ef að þið getð ekki skilið það þá verður það bara að vera þannig. Ég ætla ekki að afsaka mig af því að ég hef ekki orku í að hitta vini mina. Og stundum þarf mar nýtt andrúmsloft og nýtt fólk til að höndla daginn. Finnst voða sárt að það sé verið að nagast út í það. Sérstaklega vinir manns. Reynið að skylja að ég á stundum erfitt eins og þið og að ég get ekki alltaf verið kletturinn. Og stundum hef ég bara enga orku til að tala í síma og þá bara segi ég að ég sé upptekin. Og ég ætla bara að segja að ég skammast mín ekkert fyrir það.
En jæja vonandi næ ég að sofna eftir að hafa hleypt þessu af hjartanu! Kemur í ljós
...Skrifa ekki aftur á næstunni svona púst blogg...
Ætla að hafa eitt lag með sem að mér finnst að passi vel við því að án Orrans minns væri ég ekki sú manneskja sem að ég er í dag
Esther
Rakst á þetta lag á youtube og verð að setja það með. Það minnir mig alltaf á Bigga og ég man þegar að hann var jarðaður og við stelpurnar fórum út í bíl eftir jarðaförina þá kveikti ég á bílnum og þá var þetta lag að byrja. Og guð hvað það var erfitt að hlusta á þetta lag þá og er enn í dag.
Birgir Bertelsen
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.7.2008 | 00:24
Ástin mín er kominn heim....
Shit hvað ég var ánægð að fá ástina mína heim aftur... Var farin að sakna hans virkilega mikið... Að vera með honum er bara eins og að vera með sjómanni... En þessi elska var í burtu frá mér í heilan mánuð.. En er nú kominn heim á ný sem nýr og betri....... bíll skulum við segja hehehe,,, En bláa þruman mín er búin að vera á verkstæði í mánuð og var ég orðin heldur þreytt á því...
Ég fór með Orrann minn á sjúkrahúsið í gær því að hann er búinn að vera svo skrítinn síðustu daga og að detta út og fá flogaköst svo að ég sprakk í gær og hringdi í mömmu frá Dalvík því að við vorum í þjálfun þar þegar að hann datt bara út í smá tíma svo að vð fórum snemma út og ég semsagt hringdi í múttu og um leið og hún svaraði þá sprakk ég og sagðist vilja láta ath hann og ég ætlaði með hann á Akureyri! Mamma hringdi í pabba og hann ætlaði bara að koma og ná í okkur og fara með okkur á Ak en ég ákvað nú að hringja og tala við barnalæknirinn og ná mér í einhver föt því að læknirinn vildi fá okkur og leggja hann inn.... Svo að ég og Orrinn minn gistum á Hótel FSA í nótt en fengum nú svo að fara heim i dag
Ég var búin að biðja um sumarfrí í dag... En sko bara í dag, því að við vorum að fara í veiði inni í Fljótum... En það fór eins og það fór... En eftir að hann var útskrifaður í dag þá fór ég og þreif "grænu þrumuna" sem að ég var á og skilaði henni og fékk ástina mína aftur. Hljóp svo inn á Glerártorg og eyddi smá penge... og skundaði svo heim í fjörðinn fagra og hennti veiðidótinu minu í bílinn og brunaði með Orranum mínum inn í fljót og fórum við og veiddum með liðinu...,Ég náði að setja í einn vænan silla og svo var það bara fjörðurinn fagri aftur þar sem að Orrinn minn var orðinn frekar þreyttur... Við mæðginin skemmtum okkur alveg konunglega í dag og hefði ég viljað setja inn myndirnar sem að ég tók af prinsinum að fikta í fiskunum og velta sér upp úr slorinu hehehe En þar sem að ég hef ekki tölvuna mína heldur bara eikkað sýnishorn af tölvu sem að hefur ekkert minni til að geyma neitt þá verð ég að bíða með myndirnar...
En svo er orðið MJÖG stutt í verslunarmannahelgina.. Ég veit allavega að ég verð í hinum firðinum fagra.. hvað með þig?
OG svo er bara rúmir 2 mán í fjölskylduveiðina... OMG get ekki beðið eftir þeirri ferð...
En jæja segi þetta gott í bili.. Ætla að fara að kúra með koddanum mínum...
Viddi Veiðimaður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.6.2008 | 00:07
What happends in Reykjavík... Stays in Reykjavík! ;)
Já ble.. Best að segja ble en ekki sæll þar sem að við Una erum með það á heilanum þessa dagana og það böggaði eina og eina manneskju í Rvk. hehe...
En allavega þá fórum ég, Stunan og Kamz í Road Trip to Reykjavík city þetta var snilldar ferð frá A-Ö hehe... Við fórum á laugardeginum 14. kl. 16 eða um leið og ég var búin í workinu! Það var líka svona nettur stemmari á leiðinni og svo í Staðarskála þá ákváðum við að stoppa og fá okkur eikkað í gogginn... Og sæll!!!! Hvað þetta var ógeðslegur borgari sem að við fengum.. En jæja live goes on... Þegar að við komum út í bíl set ég upp sakleysis svipinn minn og segi við Unu... "Viltu að ég keyri það sem eftir er?.. Og hún bara nei nei þetta er allt í góðu.. og ég alveg... ERTU ALVEG VISS og hún var alveg viss" svo að ég teygði mig nú bara aftur í og opnaði mér Birra... Slef slef... og hún alveg helv tussan þín ég er strax farin að sjá eftir að hafa sagt nei hehe.... Svo á leiðinni var ég eikkað að segja Unu frá strák sem ég kannast við... hehe Og ætlaði nú að kynna þau en nei nei í þeim töluðu orðum mættum við félaganum á Norðurleið... hehe....
Svo þegar að við komum í borg óttans var skundað á Olís og tókum bensín og skvettum úr skvísunum og keyptum magic í töfrateppið sitt litla hehe... Síðan var skunað í frostafold og sturtað sig og í sig hehe.. Og skellt sér í veiðigallann og hringt í TAXA DRIVERINN... Gummsó... hehe... Við byrjuðum á B5 og sæll hvað það er leiðinlegur staður en ég hitti allavega Jóka frænda og Lindu hans Bara yndislegar manneskjur... Við ákváðum að rölta niður á Apótekið og stungum Stununa og co eftir hehe... En Una elskan kom nú fljótt á eftir okkur! Við Kamilla vorum aðallega á klósettinu því að blaðran mín var ekki í lagi þetta kvöldið... En svo ákvað ég að fara á Café Paris og hitta vin minn og dró náttla Kamillu með því að hún var búin að hringja í TAXA DRIVERINN til að láta sækja sig.... Kamilla fór á kostum og særði litla skinnið aðeins með einu viðurnefni heheh... En við vorum nú fljótar að láta hann fá nýtt viðurnefni því að á meðan að ég var að klæða mig í jakkann hélt þessi elska á veskunni minni hehehe.. Svo að þá kom TXXXXXX TASKA upp hehe... En við röltum áfram og hittum frænkur mínar og önnur var með stól á bakinu og sagði við mig.. Esther mín þú getur alltaf stólað á mig Bwahahahaha En eftir þetta skemmtilega samtal við þær þá lá leiðin á Hressó... Þá hitti ég Sollu babe og svo fórum ég Una og Taska taska að dansa af okkur bossana.. Einhver dude fór að reyna við Stunu og hún ákvað nú að ná sér í dansfélaga og dansaði við hann... Svo var hún í einhverju stuði og gaf honum númerið sitt og síðan fórum við út og fórum á Hlölla... Ég og Una tókum upp á því að vera ógeðslegar fyndar.. Að okkur fannst og fórum að kalla Taska Taska
En eftir að hafa beðið eftir leigubíl komumst við heilar heim....
Á Sunnudeginum var mar rifinn upp snemma og skundað inn í Keflavík í spádóm til Gunnu... Mjög gaman og margt spennandi sem að gellan sagði.... En eftir að hafa "þynnkað" út allt heimilið Gunnu var skundað í borgina og leigt mynd og keypt þvílíka sukk ógeðið og lagst svo í leti
Kamillu og Unu fannst myndin greinilega ekki skemmtileg þar sem að þær sofnuðu bara en ég hafi nú engan tíma til þess sökun símavændis bwahaha DJÓK.... eða ekki
En svo var það bar meira sukk þar sem að við pöntuðum okkur pizzu og gúffuðum í okkur... Svo ákvað ég að fá mér smá blund eftir matinn... svona eins og gamla fólkið gerir hehe... En nei þá fékk ég bara engan frið þar sem að þær voru að bora í nebbann minn... Ýta í mig og bara allt sem að mar vill ekki láta gera þegar að mar er þunnur og þreyttur hehe....
Eins og sjá má fór ástin í lífi mínu.. "Síminn" ekki langt hehe... En ég dröslaðist nú inn í rúm með stelpunum um miðnætti oglétum við eins og fífl hehe... Mikið hlegið og sagt hehe... No comment.. ýha ýha andelí andelí.... Og dýrið gegnur laust bwahaha... Svo tók fíflið hún Kamilla lampan af borðinu sem að var btw með 150w peru og kveikti á honum fyrir framan smettið á mér og SÆLL... Flash dauðans í augunum hehehe..... En jæja við sofnuðum nú svo á endanum... OG vöknuðum svo og fórum í búðarrölt en sem betur fer var ég ekki í neinu stuði hehe... Keypti mér 1 buxur á 50% afslætti... Geggjað sátt en borgaði nú samt 10 þús fyrir þær hehe Svo var skundað í ljós og svo heim í sturtu og tekin brunaæfing þar sem að Una kveikti í eyranu á mér... Hún rak slétujárnið í eyrað á mér og ég hélt að það hefði sloppið en nei...
.....ÞÚ KVEIKTIR Í EYRANU Á MÉR.....
Svo var skellt sér á teppið... Fór svoltið margar ferðir á það... og svo fóru nokkrir bjórar niður líka... OG svo mætti TAXA RIVERINN og keyrði okkur í höllina á Gus Gus og David Guetta... OG já þetta var alveg GEÐVEIKT En já höllin það var mjög gaman þar... Vorum alveg sótsvartar og dönsuðum eins og vitleysingar hehe... But the guys liked it...... I like you... I like you.. I like you alot... Oh Gus Gus eru svo geðveikir... En já eftir höllina var farið niður í bæ... Villi keyrði okkur og hann var ekkert alveg að rata og ég með mína blöðru alveg að pissa í mig sagði honum að stoppa bílinn og hljóp inn í eikkað sund og skvetti úr skvísunni hehe... Við Kamilla tókum myndir af okkur og Ánni í leysingum hehe... Allavega var pollurinn stór... hehe En já svo var farið á Apótekið en ég nennti ekki að djamma lengur og vildi bara fara heim í eikkað betra.... Náði mér í leigubíl og lét hann svo stoppa til að kaupa mat og svo þegar að hann stoppaði þegar að ég var komin á leiðarenda þá sagði kallinn... jæja vinan það gera 4800 kr... Og ég hennti fimmara í félagann og sagði hirtu afganginn heheh...
Á mánudeginum var verið að reyna að koma sér á fætur en það gekk illa... Þegar að ég kom heim bjóst ég við að stelpurnar myndu bíða með töskurnar í andyriu en nei nei þær voru enn að kúra og shit hvað ég var ánægð hehe... Um 5 leytið var svo heimferðartími en við stoppuðum á Grábrók á leiðinni heim og hlupum upp á innskónum.. með kerti, kveikjara, blöð og penna og skrifuðum allt sem að við vildum eyða úr minnum okkar og brenndum... Tókum svo nokkrar myndir af okkur og skundum svo norður á leið....
Þetta var æðisleg ferð í alla staði og get ég ekki beðið eftir þeirri næstu En jæja ætla ekki að hafa þetta lengra... Er orðið alveg nógu langt... ehehe... Hefði þurft að komast fyrr í tölvu til að blogga, er farin að glema ýmsum punktum....
En já Stokkerinn hennar Unu minnar hringdi svona trilljón og 12 sinnum í hana og sendi henni þúsund og 9 sms og svo á mánudeginum svaraði ég í símann og sagði að hún væri dauð... Hefðum byrjað svo snemma að drekka og hún hefði ekki þolað það hehe... OG hér er sönnun fyrir því...
En jæja blogga meira fljótlega.... SexSterinn
Gellzurnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.6.2008 | 00:49
En veistu hvað?????
Já fínt já sæll.... Eigum við eikkað að ræða það hvað ég er ekki að standa mig í blogginu??? Hélt ekki
En allavega þá er búið að vera nóg að gera og hefði ég alveg getað verið búin að blogga fyrir löngu löngu löngu síðan. En ég ætla nú ekki að fara langt aftur í tímann heldur bara segja frá þessari LÖNGU helgi hehe... Og btw það var pabbahelgi og ég búin að vinna af mér helgina svo ég þurfti bara að hugsa um bossann á sjálfri mér....
En allavega þá fórum ég, Una og Kamilla á Höllina á föstudaginn að hlusta á Magnús Þór Sigmundsson. Snilldar tónlistarmaður þar á ferð. En já það var sötrað smá þar... Ekkert alvarlegt samt. Þurftum nú að vera hressar á Laugardeginum þegar að Mæjan okkar gekk í það heilaga. Já hún María Helena er búin að giftast honum Árna sínum Til hamingju enn og aftur.. minns elskar ykkur Eftir brúðkaupið þá var skundað á Eykey og kíkt á lífið þar.... Verð nú að segja að það var nú frekar slappt fyrri partinn en Freyja elskan reddaði því alveg Fór með okkur á rúntinn og svo kíktum við á Kaffi Ak og fórum að dansa af okkur bossann.... Svo hringdi Gummi og þá var skundað í fjörðinn fagra. Eftir að í fjörðinn var komið tókum við Gummi smá rúnt og spjölluðum um allt og ekkert hehe... Það var svo gaman því að þetta var eins og i den Svo var komið að Sjómannadeginum sjálfum.. Ég var náttla búin að nefna það við pabba hvað hann ætti æðislega dóttur sem að vildi alveg ótrúlega mikið fara á Sjómannadagsballið hehe... Og honum hefur greinilega langað til að hafa bestu dóttur með því að hann reddaði mér miða Enda erum við líka að tala um BESTA PABBA í heimi hérna.... En Það var svaka stemmari og allir skemmtu sér konunglega. Skemmtiatriði voru alveg geðveik en Helga Braga, Björgvin Franz fóru á kostum og svo tóku Sigga og Bryndís lög úr Tinu Turner sjóvinu... Bara geggjað! Ég skemmti mér allavega vel og hló mikið.... Svo eftir skemmtunina þá var ball með Siggu, Bryndísi og hljómsveit þeirra.. Bara gaman. Ég hélt ég hefði nú ekkert verið neitt ofurölvi en samkvæmt heimildum þá talaði ég við eina manneskju og ruglaði og ruglaði eikkað og man ekki eftir því... Er ekki komin tími á pásu? Svona allavega fram að helgi? Hehe... En er að spá í að kíkka á Sigló og hitta Lilju mína sem að var að flytja aftur heim frá DK eða þá fara með fullt af liði í Vaglaskóg.... kemur í ljós
En jæja áfram með smjörið... Verð nú reyndar að viðurkenna að ég er bara ánægð að þessi helgi sé búin hehe... Er nebbla svo ógó þreytt en fer samt ekki snemma í háttinn... En ég er búin að vera að breyta herberginu Orra. Töffarinn er kominn með Spiderman herbergi Ég var nú eikkað að tjá mig við Kamillu um daginn að það gæti nú verið dýrt að eiga börn því að ég er alveg búin að eyða einum og einum þúsund kalli í herbergið! Og þá fékk ég svar til baka sem að hljómaði eikkað á þennan veg... "Nei það er dýrt að eiga dekurbarn" hehehe En ég á eftir að njóta góðs af því þegar að ég verð eldri Og geri náttla núna... Finnst bara gaman að gera eikkað fyrir litlu músina mína. En já svo er ég að verða búin að festa viðurnefnið GOTHarinn við mig eða hvernig sem að það er nú skrifað en ég er búin að vera að ditta aðeins hérna upp á heimilið og keypti mér svart SPREY og spreyjaði spegil, hillu og blómavasa og setti í andyrið mitt... Svo var ég komin með svona líka nettan leiða á "bæsuðu" kommóðunni minni að ég tók og spreyjaði hana svarta Enda passar hún líka miklu betur inn á heimilið mitt núna
En svo langar mig bara að deila því með fólki sem að er að fara til útlanda að ég öfunda ykkur geggjað... Þekki eitt gerpi sem að er að fara eftir 2 daga og það pirrar mig því að ég fæ að heyra það svona trilljón sinnum á dag..... "En veistu hvað??" Og ég alltaf jafn græn... Nei hvað??? Ég er að fara.... ARG... En skemmtu þér nú samt MJÖG vel og passaðu þig að brenna ekki á öxlunum... hehe Og btw takk æðislega fyrir allt En hvað ætlaru nú samt að kaupa handa mér Bwahahahahahahahahahaha..... Endalaust mikið af hlátri....
En jæja ætla að fara að koma mér í beddann... er að detta í þvílíka galsann hérna... Svo góða nótt....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.5.2008 | 23:16
Frekar hætti ég að drekka en að fara í meðferð!!!!
Þessa setningu hef ég stutt mig við lengi! Svo ákvað ég um daginn muniði að fara í áfengisbindindi... En í gær þá hljóp ég yfir til þeirra Nýgiftu og stútaði rúmlega heilli flösku af Freshita.... Svo að ég veit ekki hvort að það dugi lengur að segja þetta hehe... Djók mar ég er að kynda í ykkur ég er enginn alkahólisti....
En helgin var bara geðveik.... Át eins og hestur... Sem að er náttla ekkert nýtt Fór svo á Sigló í gær í fermingar og sjæse hvað það var gott veður... Svo eru Sibba og Raggi á fullu að laga á neðri hæðinni svo að herbergið mitt góða á Sigló er bara að verða helvíti flott... Svo flytur mar kannski bara á Sigló.............
En jæja leiddist bara pínu... Sumir voru uppteknir svo að ég hafði ekkert að gera... En ætla að henda inn einni mynd af okkur vinkonunum af Bandýmótinu....
Unan - Mæjan - Steran
Jæja góða nótt elskurnar
Blogg Drottning Norðurlands
P.S. einhver með gott ráð til að láta barnið mitt hætta að gnísta tönnum á nóttunni... Shit hvað þetta er ógeðslegt er bara með goose-arann alla nóttina....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.5.2008 | 09:13
Frú María og Herra Jónas
Ég fór í skírn í gær hjá litlu prinsessunni henni Bryndísi Huld. Svaka stuð og Lísa söng "Líf" og shit hvað það var flott hjá henni Svo þegar að presturinn var búin að skíra prinsessuna þá strunsar Jónas á stað í átt að útidyrahurðinni og María á eftir og á eftir henni stelpurnar Jónasar og við skildum ekkert í stressinu í Jónasi... En þá tekur Jónas og lætur Veroniku hafa Bryndísi og þá byrjar bara Du du duduuuuu... Og já þau giftu sig Og það komu tár hjá mér því að María mín fékk tár og reyndar flest allir í kirkjunni því að það vissi eiginlega enginn um þetta... Oh það var svo gaman... Svo endalaust af ást og hamingju á því heimili... En bara til hamingju með þetta elskurnar.... Þið eruð æðisleg Og svo eftir að þau voru búin að láta pússa sig saman þá söng Lísa "Þú fullkomnar mig" og vá það var svo fallegt...
Eftir þessa skemmtilegu kirkjuferð þá var skundað í fermingu til Guggu og gúffað á diskinn geggjuðum mat en svo hafði ég enga list á matnum Svo þegar að við vorum búin að stoppa þar í smá stund þá var farið í veisluna til Maríu og Jónasar og náttla Bryndísar hehe... Og þá tók á móti manni Fresita glas.... Frú María kom og færði mér það og ég skálaði við nýgiftu frúnna... Þannig að bindindið stóð ekki lengi! En það var nú bara eitt lítið glas... Svo I´m back in the game Eftir að hafa verið smá í veislunni hjá þeim og ég í engu át stuði þá fór ég heim með pjakkinn því að hann er lasinn og var ekki í neinum stemmara til að hanga í veislum. Svo rétt fyrir 6 þá fór ég með Orrann minn í pössun til Gerðar því að hún bauðst til að vera með hann á meðan að við færum á Döllas í veislu. Hún er alltaf svo æðisleg hún Gerður.... Við vorum nú svoltið lengi á Döllas og komum ekki heim fyrr en um 10 og þá var litli verkurinn minn bara í fullu fjöri og vildi ekkert koma heim!...
Mig langaði svo ógeðslega mikið á Sigló í gærkveldi.... Skæl Skæl.... En það verður bara að bíða betri tíma! Og svo held ég að ég hafi nú bara rotast um hálf 11 hehe... Alveg búin á því og svo svekkt... Ég var semsagt svekkt - svikin og sár hehe...
En jæja best að fara að sturta sig og græja fyrir veislurnar 2 á Sigló
Later Keppznegger
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.5.2008 | 00:43
Hótel Mamma...
Já sæll... Ég var þvílíkt búin að plana flotta bloggið hérna í kvöld en nei Gulli Gullfiskur... ÉG... man bara ekkert hvað ég ætlaði að skrifa....
En allavega þá er ég búin að lána pleisið mitt um helgina og er komin heim á "Hótel Mamma" Hvergi betra að vera En helgin byrjaði nú ekki vel hjá okkur... Haldiði að Orrinn minn sé ekki orðinn VEIKUR!!!! OG sæll hvað sumir voru pirraðir í dag.... Ef að bréfið eða eikkað lá á vitlausum stað á borðinu þá snappaði hann svo að mar þorði nú ekki öðru en að færa það um 5 cm og þá var lífið æðislegt... Hann er semsagt búinn að vera MJÖG pirraður og veit ekkert hvað hann vill.... Litla skinnið.... En þá er nú gott að vera á Hótel Mömmu og láta hana taka út pirringinn á honum með mér... hehehe....
En í kvöld þá var "Staffapartý" á Olís... Eða það var súpa og gos.... Woohoo... En þetta er líka það eina sem hefur verið gert þarna!!! En við skemmtum okkur nú konunglega og hlógum eins og vitleysingar hehe.. Enda ekki annað hægt þar sem að það vinna bara vitleysingar þarna heheh
En svo er ég búin að gera mér markmið fram að sjómannadegi... Að drekka ekkert... Ég tala nú bara eins og þetta sé eikkað vandamál hjá mér hehe... En ég held að það sé bara ágætt að hvíla sig aðeins.... Mamma fékk sér einn öllara í kvöld og bauð mér með sér og ég bara "heyrðu nei takk er í smá bindindi" Svo verður bara tekið vel á því þegar að sjómannahelgin kemur það er að segja ef að ég fæ sumarfrí í vinnunni.... En þá ætlar hún María vinkona mín að ganga í það heilaga og svo á ég 10 ára fermingarafmæli og svo er ég búin að sleikja mig upp við pabba gamla um að bjóða mér með sér á skemmtunina og ballið á sjómannadaginn.... Held að ég sé alveg örugg með miða því að ég var svo smjaðursleg hehe En nóg um fyllerís-tal....
Á morgun er verið að fara að skíra litlu frænku mína hana Bryndísi Huld Jónasdóttur og svo er ég að fara í eina fermingu á Óló og eina á Döllas...! Svo á sunnudaginn þá er ég að fara á Sigló í 2 fermingar... Langar samt alveg ótrúlega mikið að fara á Sigló annað kvöld og gista og kíkja jafnvel á pub-inn en það kemur nú bara í ljós á morgun hvernig færðin verður til Sigló þar sem að ég er á Sumarskónum og svo er náttla Orrinn minn veikur.... Alveg týpískt þegar að ég plana eikkað!
En jæja ætla að hafa þetta gott í bili.... Læt fylgja með eina mynd af Batman gellzunum frá bandýmótinu....
Later BadGirl
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)