3.2.2008 | 02:33
Handlagin heimilsmóðir (
Jæja ég er bara að byrja þetta blogg með stæl.. hehe
En ég er að segja ykkur það að ég er farin að þrá það að fara að sofa því að ég svaf í sófanum í nótt... En ég var að drepast í maganum í gærkveldi og í hvert skipti sem ég hreyfði mig fór allt að snúast í hringi og mér var ógeðslega óglatt, svo að ég hélt mig bara í sófanum til 7 í morgun en þá treysti ég mér til að standa upp... Heheh... En hélt reyndar að ég myndi æla en ég verð samt að viðurkenna það að ég sef stundum í sófanum... Sko ef að ég sofna í sófanum þá oft nenni ég ekki inn í rúm.. Og svo ef einhver er hjá mér og segir mér að fara inn í rúm þá verð ég ógeðslega pirruð því að mér líður vel í sófanum... eða alveg þangað til að ég vakna um miðja nóttina alveg að drepast í bakinu En jæja yfir í allt annað....
Í dag vöknuðum við Guðmundur Orri klukkan 9:15 og fórum fram og fengum okkur morgunmat... Svo fór hann að horfa á Bubba byggir á meðan að ég fór í sturtu...Svo var smá kúr og slagur uppi í rúminu mínu hehe elska hláturinn í honum... Hann hefur svo geggjað smitandi hlátur Svo eftir smá leik þá fórum við í búðina og svona og hann sofnaði í bílnum á meðan.. Svo að ég fór með hann heim og klæddi hann í hlýrri föt og setti hann út í vagn og hann svaf þar í tæpa 3 tíma... Sefur alltaf svo vel í svona crazy veðrum.... En á meðan að hann svaf þá var heimilisfrúin að baka... Já góðir lesendur ég var að BAKA... hehhe En ég gerði Rjómabollur, skúffuköku og geggjað gott salat og bauð svo mömmu og Lexu systur og svo Maríu, Jónasi og Birni og svo náttla afa Gamlaí kaffi... En ég bauð líka Mæju en hún sá bara ekki smsið En þegar að allir voru farnir... Alveg pakksaddir og ánægðir með veisluna hjá Kellu þá gekk ég frá og við Guðmundur Orri fórum í kjúkling til Mæju og Viktors.... Mmmmm hann var svo góður... Takk fyrir mig Mæja mín Mæja á kettling sem að er btw algjört krútt og það eru kettlingar sem að koma af stað eggjahljóði hjá mér en ekki börn.... Jamm ég veit... En já allavega þá fannst honum kötturinn þvílíkt spennandi og var alltaf á eftir honum og klappa honum og svona... hehe... En svo í restina þá fannst mér þetta ekki vera orðið sniðugt þar sem að hann reif í skottið á honum og lyfti honum upp.... Svo var hann að kveðja Kisa og kyssti hann.... Þvílíkt sætur en endaði svo á að kreista á honum framloppuna.. Jamm hann er svo blíður þessi elska....
En jæja ætla að fara að henda mér í háttinn... Er alveg búin á því... Var reyndar á leiðinni inn í rúm fyrir 2 tímum en datt aðeins inn á Myspace og er búin að vera þar síðustu 2 tímana.... En jæja bið að heilsa í bili....
Esther
Athugasemdir
Hæ sæta.. til hamingju með þessa glæsilegu síðu ;) þú verður að fá kisu handa guttanum hehe.. við gerðum tilraun á því í sumar en alexandra varð öll bólgin í augunum.. þannig kisunni var bara skilað, skírðum hann samt svampur sveinson. flottur
Hildur Magg (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 11:01
Neiii besssaður Raggi bakari. Ég neiðist nú til að þakka þér fyrir kaffitímana í dag, og líka fyrir að mana mig í pallatíma til að brenna þessu ;D
En Við verðum svalastar á öskudaginn, djöss snilld held ég a þetta verði :')
Sé þig á morgun sæta :*
Lalli Lagari (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.