18.2.2008 | 20:17
Stera Massi
Jæja þá er enn ein helgin að baki.. Vá hvað tíminn flýgur áfram.... Og það er alltaf verið að gera grín að mér að ég skuli vera að fara að panta núna ferð til Flórida um áramótin... Áður en mar veit af verða komin jól.. En ástæðan fyrir því að við þurfum að panta núna er sú að þetta er mjög vinsæll tími svo að það er bara þannig að fyrstur kemur fyrstur fær... Og svo eftir 13 daga verður litli prinsinn minn 3 ára... Shitturinn hvað mér finnst stutt síðan að hann skaust í heiminn...
En já á laugardaginn var mútta mín svo elskuleg að passa fyrir mig svo að ég gæti farið að djammið með stelpunum á Ey key.. Ég ákvað það að ég myndi ekki nenna að keyra aftur heim um nóttina svo að ég ákvað að gista hjá Katrínu Ég, Mæja, Kamó og Fjóla fórum á Kaffi Ak og dönsuðum eins og ég veit ekki hvað.... Skóflu dansinn var mjög vinsæll þetta kvöldið... Og svo var náttla trukkalebbudansinn líka stiginn... En já við þömbuðum birrann eins og öll önnur kvöld... Kannski aðeins meira núna... Svo var það Tikk Takk og fengið sér sveittan bát en hann var viðbjóður... Já hann var óætur og við hentum honum.. Mæli ekki með þessu! Mar getur nú yfirleitt étið hvað sem er þegar að mar er fullur en þennan fjanda gátum við Mæja mín ekki komið niður! En já svo var það bara beddinn og dekur hjá Katrínu.. En þessi elska fór svo um hádegi og sótti Greifapizzu handa okkur Kamó og shit hvað hún var góð.... Svo var það bara chill til 3 og þá var mar að verða ökuhæfur! Ég verð nú að játa mig sigraða fyrir þynnkunni í gær... Hafði engin ráð við henni í gær Sítrónu kristallinn virkaði ekki
En svo var heldur betur tekið á því í dag... Það var engin vinna hjá okkur Kamó í dag Svo það var ræktin klukkan 11 og tekið vel á því... Svo var það pottur og gufa Svo var farið aftur klukkan 5 en þá voru pallar og shit hvað þetta var geggjaður tími Svo að mar er bara búinn að vera þvílíkt öflugur í dag Bara hamingja...
En jæja ætla ekki að hafa þetta lengra í bili....
Stera Massi
Athugasemdir
Já það var sko tekið á því í gær og ég er ekki frá því að ég þjáist af hreyfihömlun í dag. Shit hvað ég er stíf i maganum kviðnum og niður í lærin :| En þetta er jú allt af hinu góða.
Sé þig á eftir sæta :*
KamZHall (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 09:15
Mér finnst erfitt ða vera í megrun þegar maður hefur allan tíman í heiminum til þess að langa í e-ð óhollt :(
Er búin að vera að hugsa í allan morgun hvort ég ætti ekki að baka e-ð, svo fór ég að hugsa hvað ég ætti að baka, en hugsaði alltaf nei kamilla þú ert í megrun ... 25 % mannstu... !
Ég held ég taki samt hvíldardag í dag.... höndla ekki annan pallatíma iens og í gær mar sjiiiit !
KamZ Saksófónn ! (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 13:50
Æiii það er náttla bara snilld að lesa þetta sullumbull sem þú skrifar OG BTW...þú ert alltaf dugleg elskan mín sama hvaða dagur er skil ekki hvað þú ert að röfla með að þú varst svo dugleg í dag en ekki í gærEn það væri gaman að fara komast með ykkur út að dansa og hreyfa á sér bossan,en trukkalebbudansinn kann ég nú ekki!hehehe
Luvvv ya hon
Hilla Pilla (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.