24.3.2008 | 10:27
Páskarnir á enda (",)
Guð hvað ég er fegin að þessi helgi sé að baki... Hlakka svo til að fara að vinna... Sko í Skiltagerðinni... Var náttla að vinna á fös og lau á OLÍS.... En ég fór á Sigló á laugardeginum Og þegar að ég lennti þar þá byrjaði ég á því að á skutla Hönnu Stellu og Hrefnu á sína staði og fór svo aðeins með sendingu til Línu frænku! Fór svo til Sibbu og Ragga og kom mér fyrir í herberginu mínu og skellti í mig einum öllara áður en ég fór á Nebbann.... Raggi skutlaði mér og þegar að ég mætti þá voru Linda, Jóki, Ari, Solla, Ástþór og kellan hans að spila fimbulfamb... Solla ákvað að fara að taka sig til svo ég tók við af henni.... Og þetta var helvíti skemmtilegt... Svo um 2 þá dröttuðumst við á ballið... Sem betur fer fórum við ekki fyrr.... Hljómsveitin Silfur sökkar gott fólk..... Vorum ekki alveg að fýla þau! Svo ef að þið sjáið hljómsveitin Silfur sér um að skemmta fólki fram á nótt... Þá hlaupið þið í burtu og það langt.... hehehe.... En eftir ballið þá fórum við að ná í jakkana okkar og þá er kallað hey Ólafsfirðingur og ég náttla leit við og þá var einhver dude sem bað mig að koma... Og spurði þekkiru eikkað til hérna og ég sagð honum ættarsöguna hehe neee ekki alveg og hann bara já ég var með pabba þínum á sjó í janúar og blablabla... Skipasögur.... Svo sagði ég en hey hvernig vissiru að ég væri fra Óló? og hann bara æi ég var að fylgjast með þér inni áðan og fór svo að spurja strákana út í þig heheh En góðir hálsar hann var eld gamall heheh 36 ára og ég var ekki að leita mér að kalli Svo fórum við út og það var smá ves á sumum þarna en Jóki frændi var bara svalur og tók kellurnar sínar 2 semsagt Lindu sína og mig hehe og við töltuðum heim á leið.... Ég ætlaði að vera geggjað sniðug því að við þurfum aldrei að labba heim af djamminu á Sigló því að Liljan okkar er alltaf á bíl en nei núna er þessi litla elska í DK... Svo við löbbuðum og ég fór eikkað að syngja "keyrðu mig heim ég er full kemst ekki sjálf heim"... Og það ekkert lágt og Jóki alveg Edda.. Þegiðu ég hata Á Móti Sól og ég og Linda hlógum eins og vitleysingar hehehe En shit hvað ég var fegin þegar að við komumst á leiðarenda og ég lagðist upp í rúm Svo um morguninn byrjar síminn að hringja og ég geggjað pirruð setti bara á hljótt og fékk svo brjálaðn bömmer yfir því... Garðar var nebbla að hringja til að segja mér að músin hefði fengið kast og hann hefði þurft að nota Stesolid sem að er róandi... En mamma vissi að ég myndi ekki svara honum þvi að hann hringdi einu sinni alltaf á pabbahelgum og hafði ekkert að segja og vakti mig alltaf og ég hef bara ekki svarað núna.... Og mútta þekkir sína vel og hringdi bara á Sigló og ég fékk fréttirnar um leið og ég vaknaði en Garðar var nú búinn að hringja aftur.... En jæja ég og Linda ákváðum að fara á OLÍS og fá okkur þynnkumat og Solla kom með okkur!!!! Svo kemur Guðný sem að er með OLÍS og segir þú verður að fara að koma og vinna hjá mér.... Og eg bara hva vantar þig svona starfsfólk.. Og hún bara já og ég geggjað góðhjörtuð sagði að hún mætti alveg hringja ef að hún lennti í vandræðum og ég skildi reyna að gera mitt besta.... Svo kella er bara eftirsótt í vinnu í næstu sveitum heheh.... En svo tókum við rúnt og skoðuðum húsin á Sigló og ég held að stelpurnar hafi haldið að ég ætli bara að fara að setjast að þarna hinum megin við fjallið hehehe.... En svo á þessum rúnt þá pikkuðum við upp mjög fúlan Liverpool aðdáanda... Heheh Ari frændi var EKKI í góðu skapi og Solla ákvað að rúnta bara lengur þorði ekki fyrir sitt litla líf að fara heim með honum heheh En Linda fagnaði og sagði svo Jibbý ég fæ shortara þegar að ég kem heim Bwahahaha... Solla fór svo reyndar á kostum.... Hún var að segja okkur sögur af sér og vá hún á að fá verðlaun fyrir að vera HRAKFALLABÁLKUR ÁRSINS hehe En gellan var að hjóla niðri í miðbæ Rvk og sér að það vanti eina hellu í stéttina en hugsar með sé ég næ alveg yfir þetta en nei nei hún fór ekki yfir og flaug svollis framfyrir sig hehe og fullt af útlendingum alveg ARE YOU OK.. hehe og hún litla gellan alveg já hehe Og hjólið ónýtt Svo einu sinni í vinnunni þá var hún að fara að taka á móti kúnna... Hún er sko hairköttari og já þá stígur hún ofan í eikkað og kastast framfyrir sig og svo sáust bara 2 fætur bwahahaha og hún geggjað snögg á fætur og segir hvað er nafnið AAAAAAAAARRRRRRRRRGGGGGG Hvað ég hefði viljað vera fluga á vegg þarna hehehe..... En þetta er ekki búið hehe Svo var Linda einu sinni að ná í hana því að þær voru að fara á djammið og Jóki og 2 aðrir strákar eru afturí... Og Solla kemur labbandi alveg þvílíka gellan og Linda segir sjáiði gelluna svo að allir líta á Sollu en svo bara hverfur hún hehe.... Þá stein lá hún og lenti með kinnina á handfanginu á bílnum og rennur svo með andlitið niður allan bílinn hehe Og eftir þetta Ford Fokus slys þá var hún bólgin og blá í framan og lennti í fatla hehe.... Svo á laugardaginn þegar að hún og Ari voru að labba heim þá styttu þau sér leið og hún sökk ofan í skafl með annan fótin og alveg upp í klof og skórinn varð eftir hehe... Og hún ætlaði aldrei að ná honum.... Litla skinnið.... Svo voru fleiri sögur en ég man þær ekki allar... Svo eftir langan og skemmtilegan rúnt var skundað í fjörðinn fagra um 5 og farið í mat til Stínu... og svo kom Pjakkurinn minn heim og var aðeins að láta mömmu sína hafa fyrir sér í nótt og vaknaði svo kl. 8 og heimtaði að fá morgunmat... Svo að það eru allir svaka hressir hérna og á leiðinni út að labba í þessum vibba kulda...
....En jæja hef þetta gott í bili....
Siggi Siglfirðingur - Óli Ólafsfirðingur
Athugasemdir
Hæ sæta mín og takk fyrir skúffukökuna, poppið og kókið þarna um daginn :) Það var bara gaman að hitta ykkur. G. Orri algjör dúlla og já það kemur í ljós á morgun hvort hann er að sækjast í stelpu þarna inni eða strák ;)
Við fórum nú um 1 frá Sigló..leiðinlegt að hitta þig ekki meir.
Hafðu það nú gott og vonandi líður músinni þinni vel. Skilaði kveðju frá okkur til hans :)
Knús frá Nesk,
Jóka
Jóka (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 21:20
Jæja Billi Bloggari eða kannski Palli PowerBloggari ... Það er náttl. bara sweet hvað þú ert alltaf að skemmta þér vel þarna hinu meginn við Héðinsfjörðinn .. og ekki er nú langt í að blessuð göngin séu búin.. Þú kemur örugglega til með að eiga met í ferðum í gegnum þaug .. Hanna var voðalega glöð með djammið þarna og talaði hlýtt um Siglfirðingana .. Spurningum um að maður fari nú að kíkka þarna yfir, á allavegana eina frænku þar.. Maður er alveg eftir sig að lesa bloggið .. langt og mikið af uppl.að inntaka svo að þú færð nú álíka langt comment í staðinn .. Heyrðu gerðu mér nú greiða Skvís, fyrst þér hlakkar svona mikið til að fara að vinna í skiltagerðinni .. ertu ekki til í að minna Tomma og Grétar á að þeir ætluðu að finna almennilegann ..... handa mér! Bara svona til að halda þeim við efnið .. Svo legg ég til að það verði haldinn fundur sem fyrst til að ákveða klúbba-nafn .. meðlimi .. hitting og þema ... P.s. ÞAð valt einn góður upp úr mér í dag ..
Gugga: Hvað varstu að gera í gær ..?
Lilja: Ég var bara heima að sjúga typpi ...
Sæonara 4 Now ..
p.s.
Það var ekki að sjá á kappananum að hann hefði fengið kast, var þvílíkt sprækur í dag ..
p.s.2
Mér finnst þú sæt...
p.s.3
Ég er ekki lesbó ..
TakkfyrirMig og Góðanótt :0)
Lilja (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 00:29
Þú átt eftir að enda á Sigló krákan þín... En er ekki hægt að fara græja einhvern stelpuhitting á óló? Langar að fara hittast og gera eitthvað skemmtó, spila og drekka bjór og svona.. þá getur minnz bara gist hjá múttu ofurtúttu
Hildur Magg (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 11:04
Hehe... Þið eruð svo miklir rugludallar... En Jóka mín þú ert alltaf velkomin aftur til okkar (",) Og fyrst að þú verður nú hérna í allt sumar þá geturu komið og hangið hérna með mér hehe...
En elsku Lilja mín... Við verðum að fara að finna einhvern almennilegan .... handa þér... En takk fyrir öll p.s.in hehe... Og ég er til í að við verðum 4 og heitum matarklúbburinn M.I.L.F Bwahahaha Smá djók hérna...
Og Hildur mín svo sæt og fín hehe... Ég er til í allt nema ég er hrein mey.. Hóst (",) En við getum alveg verið heima hjá mér því að Guðmudnur er svo vanur partý haldi að hann kippir sér ekkert upp við það Bwahahaha varð að skjóta þessum.. En verðum bara í spotta með þetta en hey það eru 6 dagar síðan að ég kom til þín og allar neglurnar eru enn á og eru ekkert á leiðinni neitt....
Esther (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 12:20
Bwahahahahaha.. þú ert svo klikkuð.. reyndar gæti Guðmundur ekki verið heppnari að eiga svona góða mömmu.. láttu engan segja þér annað gamla mín ;) Fólk þarf líka að skemmta sér eða allavega fólk sem er í lagi og hefur gaman að lífinu.. en já við verðum að gera eitthvað..
En það er nú gott að neglurnar haldast á þér.. þú lætur mig vita um leið og einhver fer af.. því ég er að testa þessi nýju efni ;)
Hildur Magg (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 22:49
Jæja góða, hvað varð um blogg drottningu norðulands?? Er ekki kominn tími á smá uppfærslu ?!?!?!?!
Knús Sæta Mús
Lilja (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 13:19
sammála seinasta ræðumanni, ég vil nýtt blogg!!!
Sunna (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.