10.5.2008 | 00:43
Hótel Mamma...
Já sæll... Ég var þvílíkt búin að plana flotta bloggið hérna í kvöld en nei Gulli Gullfiskur... ÉG... man bara ekkert hvað ég ætlaði að skrifa....
En allavega þá er ég búin að lána pleisið mitt um helgina og er komin heim á "Hótel Mamma" Hvergi betra að vera En helgin byrjaði nú ekki vel hjá okkur... Haldiði að Orrinn minn sé ekki orðinn VEIKUR!!!! OG sæll hvað sumir voru pirraðir í dag.... Ef að bréfið eða eikkað lá á vitlausum stað á borðinu þá snappaði hann svo að mar þorði nú ekki öðru en að færa það um 5 cm og þá var lífið æðislegt... Hann er semsagt búinn að vera MJÖG pirraður og veit ekkert hvað hann vill.... Litla skinnið.... En þá er nú gott að vera á Hótel Mömmu og láta hana taka út pirringinn á honum með mér... hehehe....
En í kvöld þá var "Staffapartý" á Olís... Eða það var súpa og gos.... Woohoo... En þetta er líka það eina sem hefur verið gert þarna!!! En við skemmtum okkur nú konunglega og hlógum eins og vitleysingar hehe.. Enda ekki annað hægt þar sem að það vinna bara vitleysingar þarna heheh
En svo er ég búin að gera mér markmið fram að sjómannadegi... Að drekka ekkert... Ég tala nú bara eins og þetta sé eikkað vandamál hjá mér hehe... En ég held að það sé bara ágætt að hvíla sig aðeins.... Mamma fékk sér einn öllara í kvöld og bauð mér með sér og ég bara "heyrðu nei takk er í smá bindindi" Svo verður bara tekið vel á því þegar að sjómannahelgin kemur það er að segja ef að ég fæ sumarfrí í vinnunni.... En þá ætlar hún María vinkona mín að ganga í það heilaga og svo á ég 10 ára fermingarafmæli og svo er ég búin að sleikja mig upp við pabba gamla um að bjóða mér með sér á skemmtunina og ballið á sjómannadaginn.... Held að ég sé alveg örugg með miða því að ég var svo smjaðursleg hehe En nóg um fyllerís-tal....
Á morgun er verið að fara að skíra litlu frænku mína hana Bryndísi Huld Jónasdóttur og svo er ég að fara í eina fermingu á Óló og eina á Döllas...! Svo á sunnudaginn þá er ég að fara á Sigló í 2 fermingar... Langar samt alveg ótrúlega mikið að fara á Sigló annað kvöld og gista og kíkja jafnvel á pub-inn en það kemur nú bara í ljós á morgun hvernig færðin verður til Sigló þar sem að ég er á Sumarskónum og svo er náttla Orrinn minn veikur.... Alveg týpískt þegar að ég plana eikkað!
En jæja ætla að hafa þetta gott í bili.... Læt fylgja með eina mynd af Batman gellzunum frá bandýmótinu....
Later BadGirl
Athugasemdir
KamZ Hall (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 17:38
Já þú heldur það að ég gæti ekki farið og verið Edrú á Sigló... Ef að ég hefði komist þá hefði ég verið Edrú ég held að það sé best að ég sé Edrú þegar að ég er á Sigló hehe... En það var enginn að pressa á mig ég ákvað þetta sjálf en fékk bara ábendingu frá góðum vini að ég er búin að smakka það um hverja helgi í ca. 2 mán. En ekki blekuð heldur smakka og náttla stundum blekuð..... En já ég er sko búin að sjá það hvað það er orðið stutt í sjómannadaginn... Sjæse!
Raggi Reddari (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.