11.5.2008 | 09:13
Frú María og Herra Jónas
Ég fór í skírn í gær hjá litlu prinsessunni henni Bryndísi Huld. Svaka stuð og Lísa söng "Líf" og shit hvað það var flott hjá henni Svo þegar að presturinn var búin að skíra prinsessuna þá strunsar Jónas á stað í átt að útidyrahurðinni og María á eftir og á eftir henni stelpurnar Jónasar og við skildum ekkert í stressinu í Jónasi... En þá tekur Jónas og lætur Veroniku hafa Bryndísi og þá byrjar bara Du du duduuuuu... Og já þau giftu sig Og það komu tár hjá mér því að María mín fékk tár og reyndar flest allir í kirkjunni því að það vissi eiginlega enginn um þetta... Oh það var svo gaman... Svo endalaust af ást og hamingju á því heimili... En bara til hamingju með þetta elskurnar.... Þið eruð æðisleg Og svo eftir að þau voru búin að láta pússa sig saman þá söng Lísa "Þú fullkomnar mig" og vá það var svo fallegt...
Eftir þessa skemmtilegu kirkjuferð þá var skundað í fermingu til Guggu og gúffað á diskinn geggjuðum mat en svo hafði ég enga list á matnum Svo þegar að við vorum búin að stoppa þar í smá stund þá var farið í veisluna til Maríu og Jónasar og náttla Bryndísar hehe... Og þá tók á móti manni Fresita glas.... Frú María kom og færði mér það og ég skálaði við nýgiftu frúnna... Þannig að bindindið stóð ekki lengi! En það var nú bara eitt lítið glas... Svo I´m back in the game Eftir að hafa verið smá í veislunni hjá þeim og ég í engu át stuði þá fór ég heim með pjakkinn því að hann er lasinn og var ekki í neinum stemmara til að hanga í veislum. Svo rétt fyrir 6 þá fór ég með Orrann minn í pössun til Gerðar því að hún bauðst til að vera með hann á meðan að við færum á Döllas í veislu. Hún er alltaf svo æðisleg hún Gerður.... Við vorum nú svoltið lengi á Döllas og komum ekki heim fyrr en um 10 og þá var litli verkurinn minn bara í fullu fjöri og vildi ekkert koma heim!...
Mig langaði svo ógeðslega mikið á Sigló í gærkveldi.... Skæl Skæl.... En það verður bara að bíða betri tíma! Og svo held ég að ég hafi nú bara rotast um hálf 11 hehe... Alveg búin á því og svo svekkt... Ég var semsagt svekkt - svikin og sár hehe...
En jæja best að fara að sturta sig og græja fyrir veislurnar 2 á Sigló
Later Keppznegger
Athugasemdir
ohhh krúttlegt
Unan (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 21:16
Geeeðveikt krúttlegt mar. Það er eitthvað með þessi sparisjóðshjón her í bænum að gifta sig svona surprize hehe.
En ef þú heldur að þú sért keppznegger, þá ætla ég bara að halda því þannig :') hahaha buin að vera SVER helgi á mínu heimili heheh.
Kemur þú í vinnu á morg? Það er gleðiefni sem býður okkar, eða þú veist. VEGGUR !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! ÍÍÍÍÍHHHHAAAAAAAAAAAAAAAA :D
KamZ Hall (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 13:04
Hvar fréttir þú af veggnum? hehe En já ég frétti það... Hamingja.. Getum þá kannski hætt að nota heyrnahlífarnar hehe... En ég kem vonandi í vinnuna... Orrinn minn er enn veikur :(
SexSterinn (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.