4.6.2008 | 00:49
En veistu hvað?????
Já fínt já sæll.... Eigum við eikkað að ræða það hvað ég er ekki að standa mig í blogginu??? Hélt ekki
En allavega þá er búið að vera nóg að gera og hefði ég alveg getað verið búin að blogga fyrir löngu löngu löngu síðan. En ég ætla nú ekki að fara langt aftur í tímann heldur bara segja frá þessari LÖNGU helgi hehe... Og btw það var pabbahelgi og ég búin að vinna af mér helgina svo ég þurfti bara að hugsa um bossann á sjálfri mér....
En allavega þá fórum ég, Una og Kamilla á Höllina á föstudaginn að hlusta á Magnús Þór Sigmundsson. Snilldar tónlistarmaður þar á ferð. En já það var sötrað smá þar... Ekkert alvarlegt samt. Þurftum nú að vera hressar á Laugardeginum þegar að Mæjan okkar gekk í það heilaga. Já hún María Helena er búin að giftast honum Árna sínum Til hamingju enn og aftur.. minns elskar ykkur Eftir brúðkaupið þá var skundað á Eykey og kíkt á lífið þar.... Verð nú að segja að það var nú frekar slappt fyrri partinn en Freyja elskan reddaði því alveg Fór með okkur á rúntinn og svo kíktum við á Kaffi Ak og fórum að dansa af okkur bossann.... Svo hringdi Gummi og þá var skundað í fjörðinn fagra. Eftir að í fjörðinn var komið tókum við Gummi smá rúnt og spjölluðum um allt og ekkert hehe... Það var svo gaman því að þetta var eins og i den Svo var komið að Sjómannadeginum sjálfum.. Ég var náttla búin að nefna það við pabba hvað hann ætti æðislega dóttur sem að vildi alveg ótrúlega mikið fara á Sjómannadagsballið hehe... Og honum hefur greinilega langað til að hafa bestu dóttur með því að hann reddaði mér miða Enda erum við líka að tala um BESTA PABBA í heimi hérna.... En Það var svaka stemmari og allir skemmtu sér konunglega. Skemmtiatriði voru alveg geðveik en Helga Braga, Björgvin Franz fóru á kostum og svo tóku Sigga og Bryndís lög úr Tinu Turner sjóvinu... Bara geggjað! Ég skemmti mér allavega vel og hló mikið.... Svo eftir skemmtunina þá var ball með Siggu, Bryndísi og hljómsveit þeirra.. Bara gaman. Ég hélt ég hefði nú ekkert verið neitt ofurölvi en samkvæmt heimildum þá talaði ég við eina manneskju og ruglaði og ruglaði eikkað og man ekki eftir því... Er ekki komin tími á pásu? Svona allavega fram að helgi? Hehe... En er að spá í að kíkka á Sigló og hitta Lilju mína sem að var að flytja aftur heim frá DK eða þá fara með fullt af liði í Vaglaskóg.... kemur í ljós
En jæja áfram með smjörið... Verð nú reyndar að viðurkenna að ég er bara ánægð að þessi helgi sé búin hehe... Er nebbla svo ógó þreytt en fer samt ekki snemma í háttinn... En ég er búin að vera að breyta herberginu Orra. Töffarinn er kominn með Spiderman herbergi Ég var nú eikkað að tjá mig við Kamillu um daginn að það gæti nú verið dýrt að eiga börn því að ég er alveg búin að eyða einum og einum þúsund kalli í herbergið! Og þá fékk ég svar til baka sem að hljómaði eikkað á þennan veg... "Nei það er dýrt að eiga dekurbarn" hehehe En ég á eftir að njóta góðs af því þegar að ég verð eldri Og geri náttla núna... Finnst bara gaman að gera eikkað fyrir litlu músina mína. En já svo er ég að verða búin að festa viðurnefnið GOTHarinn við mig eða hvernig sem að það er nú skrifað en ég er búin að vera að ditta aðeins hérna upp á heimilið og keypti mér svart SPREY og spreyjaði spegil, hillu og blómavasa og setti í andyrið mitt... Svo var ég komin með svona líka nettan leiða á "bæsuðu" kommóðunni minni að ég tók og spreyjaði hana svarta Enda passar hún líka miklu betur inn á heimilið mitt núna
En svo langar mig bara að deila því með fólki sem að er að fara til útlanda að ég öfunda ykkur geggjað... Þekki eitt gerpi sem að er að fara eftir 2 daga og það pirrar mig því að ég fæ að heyra það svona trilljón sinnum á dag..... "En veistu hvað??" Og ég alltaf jafn græn... Nei hvað??? Ég er að fara.... ARG... En skemmtu þér nú samt MJÖG vel og passaðu þig að brenna ekki á öxlunum... hehe Og btw takk æðislega fyrir allt En hvað ætlaru nú samt að kaupa handa mér Bwahahahahahahahahahaha..... Endalaust mikið af hlátri....
En jæja ætla að fara að koma mér í beddann... er að detta í þvílíka galsann hérna... Svo góða nótt....
Athugasemdir
bwhahahaha hálvitinn þinn... þú gleymdir samt að blogga um helgina okkar,,,sælllll ertu ekkert spennt mar,,ekki nema 9 dagar vívívívíví
Una (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 13:25
Hver er þessi sem er að fara til úglanda hmmm ?
En veistu hvað ? Ég fór ekki í ræktina í dag, en við systur löbbuðum uppað garðsbrú. Og ég skeit á mig við það dísjus fkn kræstur sko !
En ég man ekki Fiffi fiktari,, nei ég meina ekki.
En gaur ! tilhamingju með bloggið, hlaut að koma ða þessu ;)
KamZilla (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 19:06
Já sæll ég á eftir að blogga um helgina okkar. Hef nú kannski tíma núna þar sem að ég verð ekki alltaf í símanum hehe... En ég ætla að kanna með íbúðina á morgun... "Góði Guð viltu hjálpa mér að muna það" BWAhahahaha Og BTW ég er klár eftir 4 á morgun.. Er búin að díla við múttu að vera með Pjakk... Og það verður sko ekkert JÁ SÆLLLLLLL á morgun skal ég segja þér Bwahahaha....
En hver helduru hmmm... En það er allavega gott að þú sért búinn að fá andann yfir þig Kamilla mín Þið hefðuð nú átt að koma við og vekja mig... Ég sofnaði um 8 með Orranum mínum... Geisp! En sjáumst allavega í fyrramálið...
Og ég gleymdi nú samt alveg einu í blogginu... Anton og Jana voru náttla með okkur á föstudagskvöldinu!!!! heheh...
Boggi Bloggari (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 23:05
Já nei nei það verður ekkert já sælllll en bara svona segja þér það þá er þessi fótadagur HELL við eigum ekki eftir að getað gengið útúr ræktinni nema með hjálp frá hvor annari múhahaha
Una (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.