Púst púst

Sorry en ég verð að fá að pústa aðeins hérna því ég get ekki sofið því ég finn svo til í litla hjartanu mínu! En ég er búin að vera frekar ólík sjálfri mér síðan að prinsinn minn var veikur í nánast allan maí. Ég held að ég sé ekki alveg búin að ná að hlaða batterin eftir þann mánuð. En það sem er að pirra mig mest er að 11. ágúst 2005 er fastur í hausnum á mér og ég get ekki hætt að hugsa um þennan dag! En þennan dag þá hélt ég að ég væri búin að missa barnið mitt. En hann fékk svo stórt flogakast að hann hætti að anda og blánaði og varð alveg máttlaus. Semsagt alveg eins og dáinn. Þetta er minning sem að mar vill losna við en ég get það ekki. Hún er alltaf að banka uppá hjá mér. En það eina sem að ég man þennan dag er að ég næ í Orrann minn út í vagn og hann er í eldhúsinu hjá okkur. En mamma og Þura voru í heimsókn hjá okkur, þegar að mamma heldur á honum og segir æi hann fékk einn lítinn kipp og hallar honum fram og þá er barnið blátt... Ég man að ég hljóp í símann og hringdi í 112 og svo fraus ég, man að Garðar tók símann af mér og þá hljóp ég út en ég veit ekki afhverju. Svo man ég að við vorum úti í hurð að klæða hann úr fötunum og að Nonni lögga var mættur og stóð frosinn á stéttinni... Man svo að Ásgeir læknir og Doddi afleysingarlæknir voru mættir og þá var kominn litur á Orra en enginn grátur eða hljóð... Svo man ég að við vorum í sjúkrabílnum á leiðinni inneftir... Þetta er allt sundurtætt en mamma sagði mér svo mörgum mánuðum seinna að ég hefði aldrei snert hann eða tekið hann heldur hljóp ég út um allt og vissi ekkert hvað ég var að gera!

En ég vona að ég geti farið að blokka þessa minningu! Ég veit það að þetta mun ekki koma aftur fyrir hann þar sem að hann er á lyfjum til að halda flogaköstunum niðri en ég bara panika alltaf ef að hann verður eikkað skrítinn.

Svo verð ég að segja að ég er stundum leið og líður illa og finnst þá gott að vera ein með Orranum mínum. Ég get ekki alltaf gefið af mér og veitt öðrum sálfræðiþjónustu.  Stundum þarf ég brake til að hugsa um mitt eigð rassgat. Og ef að þið getð ekki skilið það þá verður það bara að vera þannig. Ég ætla ekki að afsaka mig af því að ég hef ekki orku í að hitta vini mina. Og stundum þarf mar nýtt  andrúmsloft og nýtt fólk til að höndla daginn. Finnst voða sárt að það sé verið að nagast út í það. Sérstaklega vinir manns. Reynið að skylja að ég á stundum erfitt eins og þið og að ég get ekki alltaf verið kletturinn. Og stundum hef ég bara enga orku til að tala í síma og þá bara segi ég að ég sé upptekin. Og ég ætla bara að segja að ég skammast mín ekkert fyrir það. 

En jæja vonandi næ ég að sofna eftir að hafa hleypt þessu af hjartanu! Kemur í ljós

...Skrifa ekki aftur á næstunni svona púst blogg... 

Ætla að hafa eitt lag með sem að mér finnst að passi vel við því að án Orrans minns væri ég ekki sú manneskja sem að ég er í dag Kissing

Esther 

 

Rakst á þetta lag á youtube og verð að setja það með. Það minnir mig alltaf á Bigga og ég man þegar að hann var jarðaður og við stelpurnar fórum út í bíl eftir jarðaförina þá kveikti ég á bílnum og þá var þetta lag að byrja. Og guð hvað það var erfitt að hlusta á þetta lag þá og er enn í dag. 

 

 

100_0042

Birgir Bertelsen 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

O my o my elsku honzan mín alltaf segir þú við mig þegar ég er að pirra mig á því hvað fólk nennir að tala um mann að maður eigi ekki að hlusta á þetta,því þetta er klárlega bara afbrýðisemi í þessu pakki,já ég leyfi mér að kalla þetta PAKK,,ef þetta PAKK þarf að láta svona þá er það ekki þess verðugt að umgangast en þú veist hvar ég er elskan mín ef þú þarft að pústa meiru,er alltaf með eyrun opin fyrir þig en ég tók út steik í morgun sem ég ætlaði að elda í kvöld,en fékk líka þetta flotta matartilboð frá múttu túttu og pabba tappa þannig að ef þið eruð game þá getum við eldað það annað kvöld sko ;) þetta er foladasteik og svo gerir ég gríðarlega bernes sósu "ala" Stunan múhahahaha full af próteini bwhahahha 

lov jú honzan mín..

Knús alveg milljón og níu sinnum...

Stunan þín

Unan (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 17:33

2 identicon

Ble... þetta er vont blogg, ég grenjaði næstumþví yfir því. En það er jú bara stundum þannig að þeir sem hafa mest reynt koma með bestu ráðin. Þess vegna leita allir til þin.

En talaðu við yfirmanninn þinn og breyttu sunnudeginum þínum.Nenni ekki að þrífa framan úr þér skófarið hehehe.....  Langaði bara að kvitta smá þó ég viti ekk ialveg hvað ég á að segja.. En love you :*

KamZ (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 18:30

3 identicon

Takk elskurnar mínar,,, Minnz elskar ykkur líka.

En ég er alveg til í mat annað kvöld. En það er rétt með pakkið... Það er ekkert að pirra mig heldur vildi ég bara koma þessu á framfæri hehe... 

Esther (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 23:53

4 identicon

Miss SexSter

Maður á ekki að þurfa að réttlæta eða afsaka tilfinningar sínar .. og þegar maður á góða og trausta vini þá skilja þeir mann þegar maður þarf bara one on one tíma.. Get allavegana sagt það að ég hef upplifað það að heimilið mitt breyttist í félagsmiðstöð ...  NEVER AGAIN !!!!!! Svo er það líka annað sem Oprah vinkona mín hefur stundum sagt ... Byrjaðu á því að elska og hugsa um sjálfa þig  SVO þú getir elskað og hugsað um aðra ... 

Ég get ekki ímyndað mér hvernig eða skilið hvernig þú tekst á við lífið frá degi til dags með G.Orra svona veikan eins og hann hefur verið ... En mannstu hvað ég sagði við þig fyrir ári síðan eða svo á Leikhólum .. Foreldrar sem eiga langveik börn og heilbrigð .. sögðu að þeir hefði lært svo mikið á því að hugsa veika barnið og orðið ekki bara sterkari heldur betri manneskjur fyrir vikið ... Þú átt orðu skilið  fyrir að halda littlu fjölskyldunni þinni svona saman eins og þú gerir.. Það er að minnsta kosti margt sem ég og örugglega margir aðrir geta lært af þér.. Þú ert hetja í mínum huga Esther <3<3

Og átt alltaf stað í mínum hjarta ... hvort sem við tölum saman einu sinni eða hundrað sinnum í mánuði .. Vona að þú vitir það líka að ég er til staðar fyrir þig þó ég sé ekki alltaf sú duglegasta að vera í bandi eða koma í heimsókn ... 

MússíMúss 10+ fyrir bloggið .. beint frá hjartanu og þannig á það að vera. 

Lilja (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband