I´m back ;)

Jæja ég hef góðar fréttir að færa hehe...

En ég var að vinna á föstudaginn i skiltos og svo bað Tommi mig að vera eftir mat og ég sagði að það væri ekkert mál en ég færi að vinna á sjoppunni kl. 16 svo að ég gæti bara unnið fram að þeim tíma. Svo fór ég í sjoppu vinnuna og læt bossinn minn heyra það því að hún var búin að henda mér á 2 morgunvaktir og lengja vaktirnar mínar án þess að nefna það við mig, Og ég sagðist vilja 1 kvöldvakt því að ég ætlaði að fá að sofa út og hlaða batteryin... Og ég fékk mínu fram! Svo passiði ykkur að vera ekki að abbast uppp á mig hehe.... En ég var að vinna til 11 á föskvöld og fór þá bara beint heim að sofa... Vaknaði svo við símann 08:08... Nei nei Sandor að hringja og biðja mig að koma upp í vinnu að merkja 1 keppnistreyju sem að átti að nota á laumorgun og ég náttla hentist á fætur og merki treyjuna og fór svo kl. 9 að vinna á sjoppunni og var ný komin í vinnuna þegar að Tommi hringir oog spyr hvort að það sé einhver séns á að ég geti komið og merkt eina enn sem hafði gleymst... Og ég rauk úr annarri vinnunni í hina, eins gott að ég vinni ekki á fleiri stöðum hehe... Var svo að vinna í sjoppunni til 4 en þá fór ég og kíkti á gamla settið í smá stund og var svo mætt upp í skiltos kl. 16:30 til að gera verðlaun fyrir Nikulásarmótið og var þar til hálf 8 en þá fórum ég, Sunna og Kamilla á Höllina að éta... Fengum matinn seint og síðar meir þar sem að pöntunin okkar gleymdist. Það var komið aðeins stuð í mannskapinn og ég og Kamilla búnar að plana að fara á Ak city og kíkka á djammið en Sunnan var að fara á næturvakt svo hún gat ekki komið með...En ég keyrði Kamillu heim og fór svo sjálf heim til að fara í djamm gallann en þegar að ég kom heim þá nennti ég ekki að gera neitt og vildi bara fara að sofa svo að ég gerði það bara og vaknaði svo eld hress í morgun. Ekkert þunn og útsofin. Ég ákvað því að hjóla út í sveit og hjólaði af stað og shit hvað það var erfitt fyrst... Greinilegt að andlega líðan stjórnar þrekinu hehe... En ég harkaði þetta af mér og hjólaði sveithringinn sem að er 18km. Grin Geggjað sátt og við erum að tala um það að það var mígandi rigning og geggjað að hjóla. Og við erum að tala um það að allar áhyggjur og vanlíðan voru skildar eftir á leiðinni niður Auðnabrekkuna hehe... Svo var það bara workið kl. 16 til 22 og shit hvað það var gott að komast heim.. Búið að vera drullu mikið að gera um helgina útaf þessu Nikulásarmóti. Svo að helgin mín er búin að snúast um vinnu W00t Enda fínt að geta unnið eins og mother fucker þegar að Orrinn minn er hjá pabba sínum. 

Ensvo plönuðum ég, Kamilla og Sunna "tjaldleigu"á Húsavík 25-27. júlí.... Verður bara gaman hjá okkur... Er farin að hlakka geggjað til Cool

En jæja ætla að fara í háttinn.... Svo góða nótt og takk elskurnar fyrir allt... Þið vitið hvað ég meina þeir sem að eiga þetta Kissing

Esther 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

uu nú er fattarinn minn ekki í gangi "tjaldleigu" hvað er það hehehe en sé þig í ræktinni á eftir honzan mín,,fótadagur dauðans,klárlega  djöfull skal ég murka úr þér lífið múhahahah

Unan (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 10:59

2 identicon

Bwahaha...  ég var að fatta að ég á eiginlega tvær afmælishelgar í ár afþví ég á afmæli á MIÐVIKUDEGI heheheh  þá má maður nottleg nota báðar helgarnar við er það ekk;) og þá er þetta seinni afmælishelgin múhahahah...

Shit hvað það verður gaman, en sé þig ást:*

KamZ Hall (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 12:48

3 identicon

Heheh Tjaldleiga.. Já ef þið vissuð... Ég sagði við KamZ og Sunnu... Eruð þið til í tjaldleigu og þær báðar alveg... Ertu ekki að meina útileigu?? hehehe Og audda var ég að meina það heheh

En já sæll þú murkaðir sko í mig strengi hehehe... Það verður gott að komast í ljós á eftir og hvíla þreytta vöðva heheh

En Kamilla við nýtum öll tækifæri til að geta djammað og búum okkur bara til tilefni heheh... En djö sem að ég er farin að hlakka til að fara að djamma á Húsavik

Esther (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 14:38

4 identicon

Já fínt,takk fyrir að bjóða mér með bwhahahahah en óheppnar þið mar,það verður svaka afmælisveisla hérna 26 júlí,,en þið komið þá bara í afganga á sunnudeginum hehehehe ... sé þig á eftir elskan,verður ljúft að næla sér í smá lit á þessu

Unan (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 15:09

5 identicon

Hey náði að redda þessu, fórnaði þessum tveimur vöktum fyrir 4 vaktir í þessari viku, 7 vaktir á 5 dögum, það er ekki neitt;) hehe Er strax farin að spá í að hita upp svefnpokann;)

Sunna Eir (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 16:04

6 identicon

Erum við ekki að tala um tjaldlegu og útilegu annars :D  Minns farin að hlakka til líka mar... rvk þessa helgi og húsó næstu nææææs :D

KamZ (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 18:23

7 Smámynd: Esther Gestsdóttir

Geggjað Sunna... Er ánægð með þig hehe... Er orðin svooooo spennt að ég er að spá í að fara að skrifa niður tossalista yfir það sem að ég ætla að taka með

Tossalisti...

1. Brennsi

2. Bjór

3. Meiri brennsi 

4. Bland fyrir brennsan...

5. Pening fyrir brennsa á barnum

hehehe En þetta verður geggjað stuð... Svo skunudum við bara á Sigló helgina eftir og höfum það nice ;) Já eða Eykey

En Stunan mín þú veist að þú ert alltaf velkomin með hehe... Veit samt að þú varst að grínast... 

En ef að það er einhver sem vill fara á Húsavík þá er hann/hún velkomin að koma og hanga með okkur... Það eru allir velkomnir..

En nei Kamilla við erum að fara að leiga tjöld þessa helgi heheh 

Esther Gestsdóttir, 15.7.2008 kl. 17:49

8 identicon

Nú ég hélt að við ætluðum bara að fara í djammgallanum og finna okkur gistingu

Ætti kannski að taka fram að ég er að grínast svo fólkið í bænum smjatti ekki á þessu frammeftir öllu sumri ;)

KamZ (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 21:04

9 identicon

...but than again... fólk verður nú að geta talað um eitthvað :D hehehhehe

KamZ (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 21:05

10 identicon

hahaha þið eruð náttla mígandi grillaðar,,fínt að leyfa fólki að hafa eitthvað til að smjatta á hahahaha

Unan (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 22:23

11 identicon

Ég held að þetta sé bara ímyndun í ykkur það er enginn að smjatta og það er enginn að spá í því hvað þið eruð að gera ...

múhahahahaha segja örugglega sumir.. En já eins og ég sagði vona ég bara að þið fáið veður ha þá meina ég alvöru veður og auðvitað slysa og dramalausa helgi.

Lilja (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband