Því Orri er kominn heim :-)

Jæja þá er pjakkurinn minn kominn heim Grin Var rosa ánægð að fá hann aftur og koma reglu á lífið. Á þeim tíma sem að hann var hjá pabba sínum þá vann ég eins og vitleysingur og svo voru stærstu djammhelgarnar teknar... Húsó, Versló og Fiskidagurinn... Púfff.... En sem betur fer er þetta allt saman búið og ég komin með músina...

Næsta djamm sem að er planað hjá mér er laugardagurinn 20. sept. En þá hefst fjölskylduveiðin Grin er orðin eikkað miklu meira en spennt get ég sagt ykkur...Cool Er búin að skora á Aron frænda í keppni... Hvor landar fleiri löxum... Þetta verður sko engin bleikjuveiði eins og hjá sumum sem að ég þekki heheh...Wink

Ég er samt að spá í að fara suður á fimmtudeginum og hanga aðeins með Sunnunni minni og Kamillu...

Helgin er búin að vera helvíti góð. Fórum einn rúnt á föstudaginn eftir kvöldmat og kíktum til Stínu og Stjána og vá hvað hann var ánægður að sjá þau... Svo kom Gerður þangað og ég hélt að hann færi yfir um hehehe Geggjað sáttur að sjá alla Smile Svo spurði Gerður hann hvar allt hárið hans væri... Þá kom bara abba skamm hehe... En hann er ekki sáttur með það að hann hafi verið krúnurakaur.... Og svo kennir hann pabba sínum um það heheh... En þetta verður sko ekki gert aftur því að þetta er mjög vðkvæmt mál ehehe... Svo gaf pabbi hans honum skó.... En þegar að hann er spurður hver hafi gefið honum þessa flottu skó þá segir hann mamma... hehhe.... Greinilega mikill mömmukall og allt frábært sem að mamma gerir eða gerir ekki heheh...  Svo í gær þá vöknuðum við hálf 9 og fengum okkur morgunmat og lékum okkur aðeins í dótinu hans og fórum svo á göngu og fórum að kveðja Sunnu og Kamillu því að þær voru að fara til rvk. í skóla. Frown Svo fórum við að horfa á Alexíu í fótbolta og hefðu þær átt að rústa þessum leik en þetta endaði með jafntefli 3-3... Eftir leikinn fórum við í kaffi til Maríu frænku því að Björn var með okkur á göngu Smile Síðan tókum við Orri smá beauti-blund heheh... Svo var það bara matur hjá gömlu og svo komu Anton og Jana og við horfðum á 2 ræmur.... Bara nice...

En svo er það bara Ak-city í dag... Lexa er að fara að keppa aftur í dag og ætlum við mamma að skella okkur inneftir og horfa á hana og kíkka svo eikkað í búðir og heimsóknir. En jæja ætla ekki að hafa þetta lengra, ætla að fara að henda mér í sturtu og græja okkur fyrir Ak.

Police SexSterinn Police

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aei hvad tad er nu gott ad Orri tinn se komin aftur  sjaumst eftir nokkra daga ;) stoppa adeins í borginni eda fram a fostudag knus a línuna...

Una (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 17:25

2 identicon

Ble.. ég fór í fyrstu strætó ferðina í lífinu áðan, og það alein. Var að fara að hitta Sunnu í hámu í hádeginu hehe, og ég gerði þetta allt rétt. Illa stollt af mér reyndar.  En fínt blogg hjá þér kella. Sjáumst eftir mánuð hehe ;)

KamZ (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband