9.9.2008 | 17:38
Dánarstund - þriðjudagurinn 9. sept kl. 17:02
Já kæru lesendur... Talvan mín sem að er búin að vera í viðgerð hjá Nesa frænda síðan í júní gaf upp öndina í dag Hún neitar að kveikja á sér og skil ég hana eiginlega alveg. Ég meina hún er náttla búin að vera í allt sumar hjá honum og hún hefur bara ákveðið að stytta sér lífið þar sem að hún hefur verið farin að halda að hún kæmi ekki aftur til mín... Ég skil hana ósköp vel... ekki það að það sé eikkað að honum Nesa frænda heldur skil ég hana alveg að geta ekki lifað án mín Sinnti henni alltaf svo vel... og eyddum við mörgum kvöldum saman
Svo að núna þarf kella að fara að finna penge fyrir nýrri tölvu og þá verður það sko fartölva... Jóki kom með þá uppástungu um að ég myndi losa mig við bílinn minn og fá mér ódýrari... Á ég þá bara að missa báða elskendur mína á einu bretti... Hmmmm... Uuuu nei!!!! Bíllinn minn fer ekki ... Allavega ekki alveg strax! Hlýt að finna aðra leið
Jæja Gunnsa gráðuga kveður...
Athugasemdir
Vildi bara heiðra þig með að kvitta á bloggið þitt í fyrsta skipti úr nýju tölvunni sem er reyndar bara falleg ;)
En ég verð nú að segja þér frá læknaferðinni í dag.. hún var rosaleg ! Djók !
Kamilla stollti hp eigandinn kveður að sinni ;)
Kamilla Mjöll (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.