24.9.2008 | 00:29
Hann á afmæli í dag :o)
Hann á afmæli í dag... hann á afmæli í dag... woohoo... Jæja þá er ástin í lífi mínu orðinn 3 ára.... Og dottinn úr ábyrgð Svo að það er eins gott að hann verði þægur og bili ekkert...
En Jæja þá er geggjuð helgi að baki... Byrjaði á fimmtudaginn þegar að ég brunaði í borg óttans... Fór og hitti Sunnuna mína og Kameðluna mína og fórum við aðeins í kringluna og versluðum SMÁ og fórum svo og fengum okkur að borða á Nings og tjöttuðum svo aðeins um kvöldið... Síðan var bara kósýkvöld.... Svo á föstudeginum þá var búðast aðeins og svona.... Þurfti að vísu að fara á dekkjaverkstæði og láta laga dekkið á bílnum mínum þar sem að það var sprungið.. Hafði keyrt á nagla Svo fengum við Kamilla okkur sveitta Pizzu á Pizza Hut Og fórum svo heim í Sunnukot og fengum okkur nokkra kalda Svo kom Sunnan okkar heim úr workinu kl. 22 og fórum við þá að taka okkur til á djammið Vorum frekar slappar á djamminu og vorum komnar heim um 3.... Svo á laugardeginum þegar að ég vaknaði og fór út og ætlaði að fara að leggja af stað á Hellu í laxveiðina þá bara nei nei það var sprungið hjá mér og það á sama dekkinu Og í þetta sinn þá fékk ég skrúfu í dekkið Hversu miklar líkur eru á þessu???? HA???? heheh... En jæja dekkið var lagað og ég gat lagt af stað úr borginni Ég byrjaði veiðina á því að missa lax... og kastaði svo aftur útí og æltaði sko aldeilis að massa kvikyndið.. En nei nei ég festi og tók svo fast á stönginni að hún brotnaði og það tví heheh... En mar skellti bara í sig fleiri bjórum og gleymdi hremmingum dagsins... En ég bætti nú upp klúður laugardagsins og massaði 7 laxa á land á sunnudeginum Svo var náttla djúsað og djammað eins og morgundagurinn væri enginn og var alveg geggjað fjör á okkur og er ég farin að hlakka ekkert smá til að fara í fjölskylduveiðina aftur á næsta ári.. Það eru bara 365 dagar... woohoo... Svo í gærkveldi þá brunaði ég í borgina og átti kósýkvöld og hitti svo The sisters í hádeginu í dag og fengum við okkur að borða saman áður en minnz lagði af stað norður... Svo takk æðislega fyrir frábæra helgi elskurnar... Er farin að hlakka til að gera þetta aftur...
En svo vil ég biðja alla um að kveikja á kerti til að minningar um Hrafnhildi Lilju. Og senda svo fjölskyldu hennar góða strauma því þau þurfa á þeim að halda... Guð blessi góða stelpu!
...Esther Gestsdóttir...
Athugasemdir
Hey þetta heitir ekki Sunnukot, þetta heitir rauða myllan;)
En takk fyrir góðar stundir, verð að fara að splæsa í gestarúm svo það verði ekki svona þröngt á okkur næst og Kamó þurfi kannski ekki að sofa á gólfinu aftur;) hehe
Sunna (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 20:52
hahaha þú ert alveg einstaklega óheppin elskan mín en vá hvað það var nú gott að fá LOKSINS að knúsa þig hehehe færð sko ekki að fara svona langa ferð aftur hehehe
sé þig honzan mín ;)
Una (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 21:39
Þú verður bara að vera dugleg að koma hingað í borgina svo við lærum á umferðina saman. Fór leiðina á nings með sunnu umdaginn og SÆLL! Þetta var svona eins og að fara flæðahringinn yfir til maríu frá þér heheh
Kamilla Mjöll (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 12:55
Bwahahaha... Við vorum rusalegar í umferðinni saman heheh... En já það er aldrei að vita nema að mar kíkki eikkað á ykkur En út með gæruna heheh... Kamilla hafði það nú bara gott á gærunni hehe... En sorry með Sunnukot... var bara búin að gleyma því að þú MISSTIR þig aðeins í IKEA í rauða dótinu heheh
En minnz elskar ykkur allar
Esther (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.