Færsluflokkur: Bloggar

Stera Massi

Jæja þá er enn ein helgin að baki.. Vá hvað tíminn  flýgur áfram.... Og það er alltaf verið að gera grín að mér að ég skuli vera að fara að panta núna ferð til Flórida um áramótin... Áður en mar veit af verða komin jól..  Gasp En ástæðan fyrir því að við þurfum að panta núna er sú að þetta er mjög vinsæll tími svo að það er bara þannig að fyrstur kemur fyrstur fær... Grin Og svo eftir 13 daga verður litli prinsinn minn 3 ára... Shitturinn hvað mér finnst stutt síðan að hann skaust í heiminn... InLove 

En já á laugardaginn var mútta mín svo elskuleg að passa fyrir mig svo að ég gæti farið að djammið með stelpunum á Ey key.. Ég ákvað það að ég myndi ekki nenna að keyra aftur heim um nóttina svo að ég ákvað að gista hjá Katrínu Wink Ég, Mæja, Kamó og Fjóla fórum á Kaffi Ak og dönsuðum eins og ég veit ekki hvað.... Skóflu dansinn var mjög vinsæll þetta kvöldið... LoL Og svo var náttla trukkalebbudansinn líka stiginn... En já við þömbuðum birrann eins og öll önnur kvöld... Kannski aðeins meira núna... Svo var það Tikk Takk og fengið sér sveittan bát en hann var viðbjóður... Já hann var óætur og við hentum honum.. Mæli ekki með þessu! Mar getur nú yfirleitt étið hvað sem er þegar að mar er fullur en þennan fjanda gátum við Mæja mín ekki komið niður! En já svo var það bara beddinn og dekur hjá Katrínu.. En þessi elska fór svo um hádegi og sótti Greifapizzu handa okkur Kamó og shit hvað hún var góð.... Svo var það bara chill til 3 og þá var mar að verða ökuhæfur! Ég verð nú að játa mig sigraða fyrir þynnkunni í gær... Hafði engin ráð við henni í gær Angry Sítrónu kristallinn virkaði ekki Sideways 

En svo var heldur betur tekið á því í dag... Það var engin vinna hjá okkur Kamó í dag Frown Svo það var ræktin klukkan 11 og tekið vel á því... Svo var það pottur og gufa Happy Svo var farið aftur klukkan 5 en þá voru pallar og shit hvað þetta var geggjaður tími W00t Svo að mar er bara búinn að vera þvílíkt öflugur í dag Tounge Bara hamingja...

En jæja ætla ekki að hafa þetta lengra í bili....

Devil Stera Massi Devil


('.') Djammznegger ('.')

Já komiði blessuð og sæl öll sömul Wink

Jæja ég sem ætlaði að vera svo dugleg að blogga hérna.... Woundering En betra er seint en aldrei hehe... En já það er ýmislegt búið að ganga á hjá okkur í vikunni... Ég var svo sæt í mér að bjóða Kamillu með mér á Akureyri á mánudaginn því að það var engin vinna eftir mat...  Við byrjuðum á að fara í sjúkraþjálfun með pjakk og ætluðum svo í Gellery og Perfect en komumst aldrei þangað... Crying Því að prinsinn var eikkað að hrella mömmu sínum með endalausum blikkum í augunum svo að það var bara slysó til að láta kíkja á pjakk... Barnalæknirinn vildi að við myndum gista í bænum ef að þessir kippir í augunum yrðu eikkað meiri.. Svo að það var farið að leita eftir fari fyrir Kamó... Hún fékk nú svo far með Brósa sínum.... Og við gistum á Akureryi og mættum svo í blóðprufu og heilalínurit daginn eftir... Erum ekki enn búin að fá út úr því en ég ligg bara á bæn um að það sé engin breyting á ritinu.... Halo Svo var það bara fjörðurinn fagri og minnz gerði tilraun nr..... ???? Til að byrja í ræktinni/pöllum!!! Og viti menn ég komst 3 daga í röð án þess að slasa mig eða verða veik í millitíðinni... 7,9,13.... En það er líka eins gott að ég fái að klára þetta kort sem að ég á.... Ekki nema mánuður eftir af því Angry Og ég er ekkert búin að geta mætt... Fyrst var það hálskyrtlatakan... Og var lengur að jafna mig en ég bjóst við  Angry Svo var ég búin að fara 1 sinni og þá fékk ég skilti á hendina á mér og hún varð þreföld og svo mikill þrýstingur í henni að ég gat ekki hreyft hana hvað þá beygt puttana.... En jæja ég er allavega byrjuð.. Missti að vísu kassa ofan á hendina á mér áðan þegar að ég var að setja jóladótið upp á háaloft... Devil Og það ofan á veika puttann minn sem að er ekki enn orðinn góður eftir skiltið... Crying  Og ég er með þvílíku verkina í puttanum... Held að ég fái titilinn... Hrakfallabálkur ársins... Þetta árið.... LoL Eða eins og mamma segir þá er ég alveg eins og hann pabbi minn... Ekki leiðum að líkjast Wink Svo á fimmtudeginum þá bauð ég Kamó aftur á Akureryris... Áttum tíma hjá HNE-lækni og eftir það þá sofnaði pjakkur í bílnum og við Kamz skruppum í búðir og misstum okkur alvg í Perfect Tounge Bara gaman af því....  

En jæja... María, Jónas og Björn komu áðan og stálu pjakk svo ég gæti sett dótið upp á háloft hehe... Svo að ég er að spá í að fara að sækja gullmolann minn.. Er svo að fara að passa Björn á eftir að meðan skötuhjúin skreppa í leikhús Heart 

En svo er það djamm í kveld á Akureyris.... Ætla að gista hjá Katrínu minni Cool Hún er alltaf svo æðisleg þessi elska... Spurning hvort hún eldi handa mér í nótt eins og síðast þegar að ég svaf hjá  henni... Nema það að ég gat aldrei borðað þar sem að ég var sofnuð sökum ölvunnar Gasp En já höfum þetta þá gott í bili.. Segi svo frá djamminu seinna... Heheh... En Mæjan mín, Kamz minnz og vonandi fleiri góðir eru líka að fara með mér á djammið Smile Svo að það verður bara gleði í kveld LoL

Police L-ö-g-g-i-m-a-n-n  Police


Stanslaust stuð....

Já ble.....

Jæja þá er helgin búin!!!! Ég hafði það nú bara mjög gott um helgina! Ég skrapp til Dalvíkur í ljós á laugardeginum.. Cool Svo var það bara sófinn og hroft á einn þátt af Grey´s áður en ég fór að vinna... Get endalaust horft á þessa þætti!!! Aðallega síðasta þáttinn í annarri seríu þar sem að Denny deyr... Crying Það sem að mar er sorglegur hehe...

En eins og alltaf þá var stanslaust stuð í vinnunni hjá okkur Mæju W00t Svo eftir vinnu þá fórum við heim til Mæju og hökkuðum í okkur kjúklingasalati frá Höllinni.... Btw.. Það ættu allir að fá sér svona salat... Þetta er bara GEÐVEIKT... ( Hey Hildur á ég ekki inni salat fyrir þessa auglýsingu) hehe LoL En svo kíktum við á Höllina ásamt Hildi, Kamillu og Fjólu Dögg sem er btw besti driverinn í bænum hehe... En já... mér, Kamó og Fjólu langaði miklu meira á Akureyri svo að við brunuðum bara í bæinn og skemmtum okkur alveg konunglega.. Ætluðum að vera komnar aftur til baka um 4 en vorum ekki komnar aftur fyrr en 7.. Og ég þurfti að fara á fætur hálf 10 til að taka mig til í vinnu!!! Tounge En viti menn ég var hvorki þunn né þreytt þegar að ég vaknaði og var bara helvíti fersk í vinnunni... Enda hefði ég ekki getað orðið þunn... Drakk 4 bjóra frá 22 til 6 hehe... En svo var það bara kósý heit uppi í sófa eftir vinnu og horft á 10 things I hate about you!!! Ég var nebbla mikill fan Heath Ledger... Crying Blessuð sé minning hans!!!! Svo kom prinsinn minn heim um sjö og það var bara hamingja! Sakna hans alltaf svo mikið þegar að það er pabbahelgi en ég var nú samt búin að sjá hann um helgina! Bað Garðar að koma með hann til mín í vinnuna Smile Varð aðeins að kyssa hann og knúsa Kissing Sko Guðmund Orra hehe LoL En jæja ég er að spá í að hafa þetta gott í bili er að fara í vinnuna... Þurfti ekki að byrja fyrr en 10 í dag svo að ég ákvað að nýta tímann og blogga og svona...

En farið vel með ykkur elskurnar mínar Joyful 

Police Löggimann Police

Og svo er það djamm á Akureyri á föstudaginn... Allir að mæta


Fatlafól.. Fatlafól....

Jæja ég hefði nú betur haldið kjafti með það að ég væri að standa mig vel í blogginu hehe...

 En það er nú margt búið að gerast hjá okkur heheh.... En ég fór í leikfimi á mánudaginn og ég og Kamó vorum í kasti í restinni af tímanum því að við vorum að undirbúa öskudaginn hehe W00t En við ætluðum að vera Karíus og Baktus og ég átti að fara í klippingu á þriðjudeginum á Akureyri og ætlaði að redda skyrtum á okkur! En þegar að ég var búin í leikfimi þá hafði Gretar verið búinn að hringja og var að biðja mig að fara á Húsavík að vinna með Gunna! Svo að ég afpantaði klippingu og ætlaði bara að redda skyrtunum í baka leiðinni! En við vorum að vinna til hálf 7 á Húsavík svo að það var búið að loka öllu þegar að við komum á Akureyri og plús það þá hafði ég orðið á milli stiga og skiltis með hendina svo að hún var þreföld.... Pinch Ég fór svo til doksa á miðvikudeginum í myndatöku en er óbrotin... Wink Við erum svo mikið búin að hlægja að því í vinnunni hvernig ég gæti haldið bólgunni við.. Hehe... Þetta er víst draumur allra kvenna að vera með fingur á stærð við Dildo!!! Blush En núna er mesta bólgan farin og ég er aðeins farin að geta notað HÆGRI hendina! Erum að tala um það að mar er eina og hálfviti að nota vinstri!!!! LoL En ég fékk góða hjálp frá mömmu gömlu.. Enda gisti ég hjá henni frá mánudegi til föstudags... Alltaf svo gott að vera á Hótel Mamma InLove

En svo er vinnuhelgin mín á OLÍS núna og pabbahelgi... Svo að ég var að vinna í gærkveldi til 9 og fór svo til mömmu í rauðvínspartý.. Svaka stemmari. Ætlaði nú bara að vera stutt en gleymdi mér aðeins.. Fór svo til Mæju minnar í birra og snakk og nammi... Keppznegger keppnin heldur áfram hehe Shocking Og svo var það bara beddinn... Oh það var svo gott að sofa út! Sleeping Svo er það bara vinnan á eftir með Mæju W00t Og svo veit ég ekki nema við hendum einni ræmu í og sötrum sitthvoran birran í kvöld... Nennum varla að gera neitt!!! Hehe... Erum svo miklir englar Halo

En á öskudagin var litli prinsinn minn Spiderman... Algjört krútt! En hann er svo mikill snilli! Ef ég segi við hann.. Hvað segir mamma þegar að hún tekur þig upp??? Þá heyrist í litla gerpinu uhhh.. Æi svona áreynsluhljóð... Heheh Ég er nebbla svo oft að djóka í honum þegar að ég lyfti honum upp.. Því að hann er jú engin léttavara þessi elska hehe og hann er sko alveg búinn að meðtaka hvað mamma segir!

En jæja er að spá í að skella mér í sturtu og svona og hafa það næs áður en ég fer í vinnu! Skrifa fljótt aftur.....

Kveðja Esther

BTW... Hey Kamz... Ég er fegurðardrottning... Ég veit ekki afhverju þetta lag poppar alltaf upp í hausinn á mér Devil


Handlagin heimilsmóðir (

Jæja ég er bara að byrja þetta blogg með stæl.. hehe

En ég er að segja ykkur það að ég er farin að þrá það að fara að sofa því að ég svaf í sófanum í nótt... En ég var að drepast í maganum í gærkveldi og í hvert skipti sem ég hreyfði mig fór allt að snúast í hringi og mér var ógeðslega óglatt, svo að ég hélt mig bara í sófanum til 7 í morgun en þá treysti ég mér til að standa upp... Heheh... En hélt reyndar að ég myndi æla Sick en ég verð samt að viðurkenna það að ég sef stundum í sófanum... Blush Sko ef að ég sofna í sófanum þá oft nenni ég ekki inn í rúm.. Og svo ef einhver er hjá mér og segir mér að fara inn í rúm þá verð ég ógeðslega pirruð því að mér líður vel í sófanum... eða alveg þangað til að ég vakna um miðja nóttina alveg að drepast í bakinu Angry En jæja yfir í allt annað....

Í dag vöknuðum við Guðmundur Orri klukkan 9:15 og fórum fram og fengum okkur morgunmat... Svo fór hann að horfa á Bubba byggir á meðan að ég fór í sturtu...Svo var smá kúr og slagur uppi í rúminu mínu hehe elska hláturinn í honum... Hann hefur svo geggjað smitandi hlátur InLove  Svo eftir smá leik þá fórum við í búðina og svona og hann sofnaði í bílnum á meðan.. Svo að ég fór með hann heim og klæddi hann í hlýrri föt og setti hann út í vagn og hann svaf þar í tæpa 3 tíma... Sefur alltaf svo vel í svona crazy veðrum.... En á meðan að hann svaf þá var heimilisfrúin að baka... Já góðir lesendur ég var að BAKA... hehhe En ég gerði Rjómabollur, skúffuköku og geggjað gott salat og bauð svo mömmu og Lexu systur og svo Maríu, Jónasi og Birni og svo náttla afa Gamlaí kaffi... En ég bauð líka Mæju en hún sá bara ekki smsið Frown En þegar að allir voru farnir... Alveg pakksaddir og ánægðir með veisluna hjá Kellu þá gekk ég frá og við Guðmundur Orri fórum í kjúkling til Mæju og Viktors.... Mmmmm hann var svo góður... Takk fyrir mig Mæja mín Kissing Mæja á kettling sem að er btw algjört krútt og það eru kettlingar sem að koma af stað eggjahljóði hjá mér en ekki börn.... Shocking Jamm ég veit... En já allavega þá fannst honum kötturinn þvílíkt spennandi og var alltaf á eftir honum og klappa honum og svona... hehe... En svo í restina þá fannst mér þetta ekki vera orðið sniðugt þar sem að hann reif í skottið á honum og lyfti honum upp.... Halo Svo var hann að kveðja Kisa og kyssti hann.... Þvílíkt sætur en endaði svo á að kreista á honum framloppuna.. Jamm hann er svo blíður þessi elska....

En jæja ætla að fara að henda mér í háttinn... Er alveg búin á því... Var reyndar á leiðinni inn í rúm fyrir 2 tímum en datt aðeins inn á Myspace og er búin að vera þar síðustu 2 tímana.... En jæja bið að heilsa í bili....

Police  Esther  Police


Mar er ekki maður með mönnum nema mar eigi bloggsíðu!

Hæhæ allir

Ég ákvað að gera mér síðu svo að ég geti skrifað um það sem að brennur á hjarta mér á hverjum degi. Ég mun nú samt líklegast ekki blogga á hverjum degi hehe það er að segja ef að ég þekki mig rétt þá mun ég ekki gera það! En svo mun ég setja inn nokkrar myndir af daglega lífinu okkar.... við erum samt með aðrar síður... Guðmundur Orri er með Barnalandssíðu og ég með Myspacesíðu!

En já þá er komin helgi... Og ég er að spá í að hafa þetta algjöra dekurhelgi hjá okkur G. Orra.... Ég lét fjarlægja hálskirtlana mína fyrir 2 vikum og gat ekki hugsað mikið um pjakkinn minn fyrstu 10 dagana eftir... Svo að ég er farin að þrá það að dekra við hann! Fara út á stigasleða og svona..... Núna eru þeir frændur.. Guðmundur Orri og Björn Ísfeld að horfa á dvd og ég gaf þeim snakk og svala... Svona smá forskot á helgina hehe.... En ætla að hafa þetta stutt núna! Ætla að fara að leika við pjakkana... Hafið það gott um helgina og gangið hægt um gleðinnar dyr Cool

Jæja Esther kveður að sinni

En vil bara segja að Hildur mín er 22 ára í dag... Wizard Til lukku með það Kissing


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband